laugardagur, 27. desember 2008

október/nóvember/ desember


vikurnar og mánuðurnir líða án þess að maður gefi sig tíma til að blogga orðið.. við erum enn þá hér;)
síðastliðna 3 mánuði hefur verið mikið að gerast hjá okkur.. ég byrjaði að vinna með jörn vini mínum frá Berlín í laugaverkefnum í september og svo fylgdi í kjölfarið samvinna okkar með öðru góðu fólki sem kallar sig Vatnavinir.- www.vatnavinir.org - vefsíðan er reyndar enn í vinnslu en verðu væntanlega komin á laggirnar næstkomandi janúar.. Við höfum verið að ferðast um landið með þennan nýja boðskap og höfum við fengið til liðs við okkur tvö ráðuneyti og útflutningsráð ásamt Björk söngk..

Eins og gefur að skilja eru umrótatímar hjá okkur arkitektunum og er Þórarinn óðum að vinna í samkeppnum fyrir Batteríið og núna í alþjóðlegri samkeppni um norska kirkju og lofar tillaga hans góðu;) skilin eru 15. janúar.. Hann er einn af fáum sem enn hafa vinnu í okkar geira og óvíst er þó um framhaldið en við erum vongóð.. á meðan get ég haldið áfram með mitt frjálst vinnuframlag fyrir nýju laugarsýnina..

Kristín dafnar vel og er nú hætt með snudduna sína (og mamman búin að drepa í..)

Við hlökkum til að takast á við ný og skemmtileg verkefni á nýju ári og þökkum öllum fyrir góðar stundir á skrýtnu ári!

Bestu jóla og nýárskveðjur,
O,Þ,K

miðvikudagur, 17. september 2008

ÁGÚST/SEPTEMBER 2008


Eftir 5 vikna frí byrjaði hversdagsleikinn aftur.. Kristín byrjaði á nýrri deild í leikskólanum fór af Holti yfir á Tún.. litla stelpan okkar er orðin ´stór´og voða roggin með það:) en snuddan er samt enn þá í notkun.. hún stelst stundum í hana á daginn í leikskólanum.. sýgur hana í smá stund og stingur henni síðan leynilega í vasann.. hún hefur ákveðið það að gefa jólasveininum hana í desember;)
við þórarinn byrjuðum einnig að vinna, ný verkefni biðu þórarins í Batteríinu ásamt því að binda enda á gömul verkefni eins og Sundmiðstöðina í Hafnafirði sem var opnuð um daginn við hátíðlega athöfn. Stærsta sundlaug landsins og glæsileg eins og allt sem hann tekur sér fyrir hendur, þessi elska:) hjá mér biðu mér ný verkefni líka, en einnig það að klára deiliteikningar á litlagerði í vestmannaeyjum.. eftir að hafa hlakkað til þess að fá spennandi verkefni í Urriðaholti.. endaði það með að viðkomandi hætti við:( Efnahagsástandið er greinilega að hafa sín áhrif á okkur litlu fiskana í sjónum.. en nú er tími til að sinna áhugamálunum betur og fórum við Jörn vinur minn frá Berlín í laugferð um Vestfirði í byrjun september. Við sóttum ca 10 laugar á 4 dögum sem eru á víð og dreif um Vestfirði. Við keyrðum ca 1000 km á þessum 4 dögum.. Við gistum á Reykhólum, Reykjanesi í Ísafjarðardjúpi, Ísafirði og á Tálknafirði á gistiheimilum og gistihúsum. Okkur fannst vera orðið of kalt til að gista í tjöldum. Reyndar vorum við mjög heppin með veður mest allan tímann;).. Við komumst að því að þetta var reyndar besti tíminn til að ferðast til Vestfjarða, enda hefur nánast rignt allan tímann síðastliðnu 2 vikur!
Þessi ferð var reyndar ekki bara skemmtun heldur einnig vinnuferð. Við erum að vinna að skemmtilegu verkefni í samvinnu við fleiri. Umfangsefnið er jú auðvitað laugarnar á landinu og nú verður bara tíminn að leiða það í ljós hvort þessi vinna okkar skilar einhverjum árangri og að við fáum einhverja greiðslu fyrir vinnu okkar:)
Hvað heimilislífið varðar gengur allt vel! Kristín litlu tókst þó að detta á hausinn um daginn í leikskólanum og fékk gat á hausinn. Við fórum með hana á heilskugæslustöðina í Hlíðunum og var saumað 1 spor! Hún stóð sig eins og hetja þessi elska og er nú þegar búin að gleyma þessu. Saumurinn verður tekinn úr henni á mánudaginn næsta.. Annars bara allt gott að frétta og allir hraustir;)
meira næst! Olga, Þórarinn og Kristín***

þriðjudagur, 9. september 2008

SUMARIÐ 2008


Sæl öll! Við erum enn á lífi;) Það hefur svo mikið á daga okkar drifið síðan að við blogguðum síðast að það er efni í heila bók.. en við segjum aðeins frá því í aðalatriðum.
Síðustu dagarnir okkar á Krít voru yndislegir sem allir hinir. Við leigðum okkur bíl í tvö daga og keyrðum um fjallahéruðin.. Frekar heitt var í veðri og það bærðis varla hár á höfði, sem er ekki algengt á Krít. Eyjan er þekkt fyrir vindinn sem er besti vinur mannsins á heitum sumardögum. Þá var loftkælingin í bílnum kærkomin;) Ferðin okkar endaði eins og allt og við fórum heim brún og sæl eftir tveggja vikna frí á þessari dásamlegu eyju. Það var þó gott að koma heim og íslenska ferska loftið gott á vel brúnaða húðina. Við vorum þreytt eftir heimkomuna eins og gengur og gerist. Eftir að hafa verið í fjögurra daga hvíld fengum við heimsókn að norðan. Garðar bróðir Þ. og sonur hans Bergvin gistu hjá okkur.. Norsararnir Einar Bjarki og fjölskylda ásamt tengdamömmu hans komu einnig til landsins. Ferðinni var heitið til Vestmannaeyja til að halda upp á 70 afmæli föður Þ. Sjóferðin þangað var sérstaklega eftirminnileg þar sem flestir urðu sjóveikir enda mikil undiralda.. O. slapp þó alveg;) Eftir frábæra dvöl, hestaferð, sjóferð og afmælisveislu í 4 var haldið í land aftur, í blíðviðri og allir sluppu við sjóveiki í þetta sinn. Við tóku 3ja daga ferðalag í 3 jeppum um landið: Gullfoss og Geysir, um Suðurlendið og Reykjanesið. Yndislegur tími með fjölskyldu Þ og börnin skemmtu sér einnig konunglega. Kristín var glöð eftir 2ja vikna einveru með foreldrum á Krít að geta leikið sér loksins við jafnaldra sína, frænkur og frændur;) Norsararnir fóru heim að rúmri viku liðinni en amma og afi (Svandís og Einar) voru aðeins lengur með okkur hér í bænum.. Yndislegur tími og intensívur tími með fjölskyldu:)

föstudagur, 18. júlí 2008

DAGBÓK KRÍTAR... 16. - 18. júlí


16. júlí – DAGUR 8

Daginn eftir vorum við bara við sundlaugina okkar og bökuðum okkur eftir bestu getu.. fengum okkur síðan lúr eftir hádegi og sváfum í heila 3 klt..
Þetta kvöld klæddum við okkur upp og fórum í göngu vestur eftir bænum okkar og gengum alla leið að hótelinu Illiantos þar sem Magga og fjölskylda dvaldi fyrir ári síðan.. virkaði flott og dýrt.. spurðum þar til vegar um ítalska veitingastaðinn Zefferano og tókum leigubíl rest leiðar.. Fengum okkur ekta ítalskar pítsur og rautt með.. Nú var dagur að kveldi kominn og tókum við leigubíl heim á hótel.. fínn og rólegur dagur og sofnuðum við með bros á vör.. Góða nótt!

17. júlí – DAGUR 9

Þennan dag ákváðum við að dvelja á ströndinni.. bökuðum okkur af bestu lyst með vörn 30 á allan kroppinn.. svömluðum í sjónum.. Kristín svaf í 3 klt í kerrunni sinni með sjal yfir sér og vaknaði eldhress og tilbúin í sund í lauginni okkar.. á meðan lásum við bækur og blöð.
Um kvöldið fórum við út að borða (hvað annað!) og spiluðum pool við barinn, Kristínu til mikillar ánægju.. upp á hótelherbergi þegar klukkan var langt gengin í tólf.. Rólegur dagur og sofnuðum við fljótlega undir miðnætti..


18. júlí – DAGUR 10

Jæja, nú sit ég hér í skugga með tölvuna og rifja upp vikuna sem við höfum verið hér.. Kristín og Þórarinn eru að svammla í lauginni en ég nenni ekki í sólbað .. Við ætlum að leigja bíl frá og með morgundeginum og keyra um eynna. T.d. ætlum við að vatni rétt norð-austan við Chania sem heitir Kourna og þar er víst hægt að skoða Krítverksar skjaldbökur sem eru í útrýmingarhættu og síðan förum við jafnvel að skoða Knossos sem er rétt fyrir ofan höfuðborgina Iraklio ef veður leyfir.. Okkur silst að það eigi að vera 35 stiga hiti á sunnudaginn og kannski er alveg eins gott að vera í bíl með loftkælinguna í gangi
Sólböð á vel við mann en ekki marga daga í röð.. það verður að vera einhver tilbreyttni í þessu.. Við erum alveg gáttuð á eljuna í þessu góða fólki hér! Ég ætla að eyða fyrripartinum í að tikka á tölvu og setja inn á bloggið.. Kannski nennir enginn að lesa þetta.. en það er hægt að lesa það í áföngum.. Viðbótin kemur eflaust eftir helgi, þá höfum við frá fleiru að segja;) Biðjum að heilsa í bili héðan úr sólinn! Kossar Olga, Þórarinn og Kristín***

DAGBÓK KRÍTAR - PERLUR KRITAR


15. júlí – DAGUR 7
Perlur Krítar...

Skjálfti reið yfir kl 6.23.. Þórarinn var sá eini sem vaknaði við hann og virkaði hann eins og gott baknudd.. Við mæðgurnar sváfum þar til að klukkan hringdi á slaginu 6.30.. ræs og sjæn! Allir á fætur.. rútan kemur eftir 3 korter.. í sturtu.. kaffi og svo Kristín í föt.. hálfsofandi enn þá greyið þegar við settum hana í kerruna og skálmuðum niður í lobbí.. og út fyrir.. Náðum þó að biðja þjónana um tvö rúnstykki og 1 eggjabrauð.. Rútan kom á mínútinni og var bara ein í rútunni ásamt Þóru fararstjóra og Kali bílstjóra.. Það átti eftir að sækja hina 19 fyrir utan hótelið Hellios.. Hálffull rúta af sifjulegum sólbrenndum Íslendingum.. Við tók klukkutíma keyrsla um fjallvegi að þorpi Improsþar sem 2 márískir menn með skærblá augu biðu okkar með heitar krítverskar pönnukökur og grískt kaffi.. ein teskeið af sterku kaffi og 1 teskeið af sykri.. lygilega gott.. en best að drekka ekki í botn þar sem korkurinn lá eins og leðja.. pönnukökurnar voru ljúffengar með ábrestgeitaosti.. Möggu systir myndi klígja við þeim.. 
Svo var haldið áfram í rútunni um kræklótta fjallvegi og stoppað á ýmsum stöðum til að taka myndir af fallegu landslaginu.. Eitt langt stopp þar sem var verið að sprengja fyrir göngum.. skildum ekki alveg alltaf af hverju göng, þar sem var búið að sprengja ofan af einu.. glæfralegur gamli vegurinn gerði okkur þó kleift að skilja.. Haldið áfram.. beygjurnar urðu til þess að litla músin okkar varð smá bílveik og kvöttum við hana til þess að lúlla bara sem og hún gerði að lokum..
Meðfram veginum sáum við lítil altari með reglulegu millibili og sagði Þóra okkur frá því að þessi altari eða áheitakirkjur hafa verið reistar á stöðum þar sem bílslys hafa orðið.. fólk kæmi þangað til að biðja fyrir látnum ættingjum sínum eða til að þakka guði fyrir að viðkomandi hafi komist lífs af..
Næsta stopp var við gamla virkið Frangocastello sem að Feneyjamenn reistu 1370 og kom sér vel í uppreisn Grikkja geng Tyrkjum nokkrum öldum síðar.. Við fengum nánari útlistanir yfir það hjá fróðum fararstjóranum okkar ásamt öðru fróðlegu á leiðinni þangað.. Þóra er skemmtilegur fararstjóri sem veit mikið um menningu Grikkja og hefur frá mörgu að segja.. Málrómur hennar virkaði þó svæfandi á Kristínu. Næst var ekið til Preveliklaustursins þar sem 2 munkar búa og sem gæta klaustursins og kirkju sem hefur að geyma mjög dýrmætan kross ásamt því að flís úr krossi frelsarans er varðveittur vel í glerbúri inn í kirkjunni.. ég stalst til að taka mynd af einum munknum þegar ég var komin út úr kirkjunni en hann varð æfareiður við mig.. þeir vilja nefnilega alls ekki láta taka mynd af sér.. skömmin ég.. Við konurnar þurftum einnig að hylja axlir og vera í pilsum sem náðu fyrir neðan hné.. meiri syndin sem maður lifir í.. jæja, en eftir að hafa rölt um klaustrið í steikjandi hitanum var ekið til strandbæjarins Plakias á suður ströndinni og fengið sér eitthvað í gogginn. Kristín var búin að jafna sig á bílveikinni og hafði fengið lystina aftur Þar stoppuðum við í 1 ½ klukkutíma og röltum á ströndinni og hittum gæs sem goggaði í alla sem voguðu sér að koma of nálægt sér.. m.a. í Þórarinn sem sat nú bara í sakleysi sínu, en hún þurfti að komast framhjá honum og notar þetta greinilega í varnarskini. Síðan var ferðinni haldið til Yngingabrunnarins í bænum Spili sem var upp í fjalli og var vatnið kælandi í steikjandi hitanum.. og vonandi verður maður ungur þar sem eftir er alla vega á sálinni;) Nú var klukkan að verða 4 og var ferðinni haldið heim á leið.. Frábær dagur en þó kannski of mikil keyrsla fyrir litluna.. Við vorum ánægð að komast heim og var skellt sér til sunds í lauginni..
Okkur skilst að skjálftinn hafi mælst 6.3 á Richter og voru upptökin rétt við eynna Rhodos sem liggur norður af Krít..
Um kvöldið að borða og svo heim að lúlla enda þreytt eftir langan dag.. Góða nótt!

DAGBÓK KRÍTAR..fyrstu 6 dagarnir


DAGBÓK KRÍTAR...
9. júlí – DAGUR 1


Eftir að hafa pakkað, þrifið og skilað inn staðgreiðsluskattinn og klukkan orðin 3.45 var farið í rúmið.. Þórarinn fór inn um 2 og Kristín um 10.30 og sváfu værum svefni.. sem senn myndi verða rofinn um 4.45.. fór ég inn að sofa.. sofnaði en var ekki fyrr búin að festa svefn þegar vekjaraklukkan byrjaði að hringja sinn ertandi söng um 4.40... snús... en annað snús var ekki í boði. Enda komið að því... fyrstu sólarlandaferðinni okkar þriggja saman.. mæting á Leifsstöð um 6.30! Við áttum að fara í loftið um 8.00... vorum frekar svefndrukkin eða vansvefta.. gerðum okkur ekki grein fyrir því fyrir spenningi. Kristín var spenntust! Varla neinn á ferli nema við og aðrir sem voru á leiðinni eitthvert á vit ævintýra á Reykjanesbraut.. Sáum þó tvær hræður á leið úr vinnu eða í vinnu í Hafnafirði..
Þegar komið var á völlinn beið okkur alls ekki löng röð í tékk-inn.. þetta skotgekk. Þar hittum við Tinnu frænku okkar kasólétta sem var á leið með sömu vél til Krítar með kærastanum og öðru vinapari. Þau ætluðu að vera í viku og gista á hóteli sem heitir Hellios eftir goðinu sem..... Við hins vegar áttum að gista á Cretan Dream Royal með sundlaug og hálfu fæði og ekki nema 50 m frá ströndinni;)
Eftir um 5 klt flug lentum við á flugvellinum í borginni Chania sem var ekki nema í 30 mínútna akstri frá hótelinu okkar.. Við vorum búin að búa okkur undir hita en ekki alveg svona miklum hita sem var eins og að ganga inn í bakaraofn! Úff ... hugsaði maður.. á maður eftir að geta þolað þetta í heilar 2 vikur!? Sem betur fer var rútan með loftkælingu og við eins og í einhverjum draumi og dofa.. nýkomin úr kaldtempruðu loftslaginu á Íslandi í hitabylgju í Miðjarðarhafi.. svitinn perlaði af ennum okkar og ég hugsaði til Birnu systur og Magga litla sem eru orðin von þessu!! Hvernig er það hægt?! Eftir að rútan hafði stoppað tvisvar á leiðinni til að hleypa út sólarþyrstum Íslendingum á sín hótel komum við að okkar sem birtist eins og einhver höll í hitamistrinu.. og bara við þrjú fórum út þar.. Frábært enginn Íslendingur hér!!  Komin til Krítar á lúxus túristahótel og enginn landi á staðnum... Engir fordómar auðvitað!
Á móti okkur tók vinaleg kona sem tók passana okkar og sagði okkur að fara fyrst með lyftunni upp tvær hæðir ganga síðan ganginn á enda niður nokkrar tröppur og síðan upp nokkrar og í gegnum sundlaugargarðinn og upp tröppur og aðrar tröppur þangað til við sæjum íbúðarnúmerið okkar 423... þetta var ekki auðvelt, enda með kerru, töskur og barn.. Við vorum orðin löðrandi af svita þegar við loksins fundum íbúðina okkar.. Gengið frá fötum og dóti, farið í sturtu, allir! Svo út á veitingastað hótelsins sem er við sundlaugargarðinn.. borðað, borðað á sig gat.. nema Kristín sem var í hitasjokki og hafði enga list, þurfti líka að kúka.. öll þarmastarfsemi í sjokki... Var líka pínu stúrin og þreytt, elsku litla stelpan mín.
Eftir smá streð var farið aftur upp í íbúð og svefninn sótti að..., við lásum Stúf og sofnuðum öll þrjú.. svo vaknaði ég, auðvitað.. ekki hægt að sofa þegar maður var komin í frí! Komdu Þórarinn! útt á verönd og einn kaldur fyrir svefninn! reyndum að halda uppi einhverjum samræðum en málbeinin dofin og hausinn þreyttur.. Eigum við ekki að fara að sofa? Jú, vöknum í fyrramálið og fáum okkur gott að borða á hlaðborðinu.. já.. ok. Góða nótt.. Elska þig.. elska þig líka...


10. júlí – DAGUR 2

Það var erfitt að vakna fyrsta morguninn... augun sokkin af þreytu og líkaminn vildi sofa áfram... en morgunmaturinn beið okkar... hlaðborð af allskonar góðgæti. Drifið sig í sturtu..andlitið á og svo út!
Það var nú meiri veislan... allt frá kornfleksi upp í ommulettur.. mmmmh. Við borðuðum á okkur gat en Kristín vildi helst borða melónur... litla lyst, elsku dúllan okkar.
Þá var bara að skella sér í sundfötin og fara að baka sig! Við fundum tvo bekki við laugina sem voru í sólinni, en það virðist vera lenskan hér að vakna snemma, fara með handklæðin á góðan stað áður en maður er almennilega vaknaður og búin að borða morgunmat! Þetta á ekki bara við þjóðverjana greinilega;) Á meðan Kristín og Þórarinn svömluðu í lauginni lét ég fara vel um mig á sólbekknum... þrátt fyrir að hafa tekið með mér bók þá voru augun of þreytt til að geta lesið.. sólgleraugun sett upp og svo ýsur dregnar... hrrrrr... mikið var nú gott að vera komin í frí.. enginn sími og enginn meil bara friður..
Þegar líða tók á hádegið ákváðum við að fara í litlu verlsunina á hótelinu... þurftum að kaupa okkur eitthvað að drekka og borða í hádegismatinn. Fundum jógúrt, ólívur, ost, salami og hrökkbrauð... fínt megrunarfæði fyrir kelluna... hehehe!
Eftir matinn fórum við upp í rúm og Kristín horfði á Bóbó- bangsa á tölvunni.. stundu síðar vorum við öll sofnuð! Og sváfum til 5! Ofsalega var það gott! Þessi eftirmiðdagshvíld Grikkja og annarra Miðjarðarhafsbúa á vel við okkur!
Eigum við ekki að fara á ströndina?! Júúú, heyrðist í minni Sólarvörnin smurð á og svo í sundgallan og sandalana og rölt yfir götuna og niður á strönd, þar sem öldurnar sungu og heitur sandurinn lék um fætur okkar.. fundum tvo bekki með sólhlíf og Kristín byrjaði strax að týna skófluna og kökuformin upp úr fötunni nýju.. nú átti sko að fara að baka sandkökur fyrir mömmu og pabba;) Þvílík sæla... bara afslöppun.. sól, sumar og sandalar! Og einn kaldur!
Þegar að skyggja tók, tókum við saman föggur okkar og röltum upp á hótel... sturta og sparikjólar.. út að borða! Á fína hótelveitingastaðnum okkar með vingjarnlegu þjónunum og kokknum.. Byrjað á salatinu gríska og svo innbakað lamb í aðalrétt.. alls ekkert eins og kvöldið áður... þetta er greinilega hágæða matstaður! Frábært hráefni og við borðuðum á okkur gat!
Upp í íbúð á eftir.. Kristín í háttinn södd og sæl.. út á svalir með flotta útsýninu okkar og hvítvín og bjór, pistasíur og flögur... er hægt að hafa það betra?! ... Góða nótt...


11. júlí – DAGUR 3

dagurinn í dag var ekki mikið öðru vísi hjá okkur en í gær... nema það að það voru greinilega komnir fleiri “þjóðverjar” og allir sólbekkirnir voru uppteknir þegar við vorum búin að borða morgunverðinn og komin í sólbaðsgallan og ætluðum að svamla í lauginni..... við hugsuðum okkur tvisvar um hvort við ættum ekki bara að setja handklæðin okkar á litla grasflöt og planta okkur þar... en af hverju ekki að fara bara á ströndina i sandkassaleik ... jú afhverju ekki það!? Kristínu fannst það ekki slæm hugmynd, síður en svo;) vörn 50 á Kristínu og 15 á mömmu og pabba! Þannig að þá fórum við á ströndina! Það var einmitt það... og mamma brann á maganum! Pabbi var skynsamur og var í skugganum allan tímann enda rauður frá því í gær Eftir að hafa búið til alls konar sandmat handa mömmu og pabba fórum við ´heim´ að borða og horfðum á Bamba.. svo að lúlla þar til klukkan varð 6 að kvöldi! Út í sundlaug og svo í sturtu og síðan út að borða... borða á sig gat .. upp að lesa og svefninn.... Fullorðna fólkið síðan út á svalir að raða bílum í bílastæðið fyrir framan Bambo Beachbar... eftir nokkra bjóra.. inn að lúlla.... góða nótt!


12. júlí – DAGUR 4

Við nenntum ekki að vakna fyrr til að ná sólbekkjum, þannig að það var ákveðið að fara í bæjarferð eftir morgunverðinn... Við vorum komin upp í ´strætó´ 10 mínútur fyrir 11.. sem var þó eins og einhver langferðarrúta til Akureyrar.. engin sæti og þurftum við að halda okkur fast í næstu sæti á þröngum gangveginum og vonuðum bara að bílstjórinn myndi ekki taka feilspor! Endastöðin í miðborg/ bæ Chania... díselfnykur og mannmergð.. Kristín reyrð í kerruna og lagt af stað í óvissuferð um bæinn.. gengum og gengum inn þröngstræti og fundum slóða upp á gamalt virki þar sem við gátum horft yfir gamla bæinn og út á hafið.. hoppað yfir maurahraðbrautir og föt utangarðsfólks sem greinilega hafðist þar við á næturnar... raunarmædd gömul kona sat þar og þurrkaði tárin... við þóttumst ekki sjá hana og gengum fram hjá ..í hring....drógum upp nýkeypta videocameruna og tókum nokkur skot ásamt því að snappa nokkrum skotum á hina flottu myndavél, sem einungis fáir hafa efni á.... gleymdum eymdinni sem sumir búa við og héldum áfram leið okkar..
Eftir nokkurt búðarráp og leit eftir góðu kaffi ásamt espressovél sem gekk ekki nógu vel...(þó náði Þ að kaupa sér flottar stuttbuxur og bol í Diesel:) lentum við loksins í gömlu höfninni þar sem hestar og fólk spókuðu sig í sólskininu.. fundum fínan veitingastað og fengum okkur grískt salat og bjór.. og orangedjús..í skugga..
Eftir fínan mat og rakí sem var skennkað í glösin okkar eftir matinn með ábót lögðum við af stað í átt að vitanum við hafnar mynnið sem þó var lengri gangur en sýndist.. yfir frekar illa yfirferðar hellulagðar gangstéttirnar með kerru komumst við þó hálfa leið þar sem Kristínu tókst að festa svefn á leiðinni enda frekar heitt.. Annað hvort okkar varð þó að ná leiðarenda.. og varð ég fyrir valinu Báðar myndavélar teknar með ásamt góðu ´föruneyti´og lagt af stað frá veitngastað út á miðjum brimgarðinum..þar sat Þórarinn ásamt sofandi dóttur okkar í kerrunni og veifaði mér í kveðjuskyni... ef ég yrði ekki komin innan hálftíma... sjáumst við á morgun Eftir að haf kælt tærnar í sjónum var lagt af stað eftir þröngum stígnum að vitanum... sjávarniður og á bak við háan brimgarðinn heyrðist hávært brimið.. heitt.. sveitt.. sólarvörn 50 virkaði eins og þykk húð og gerði það að verkum að maður svitnaði meira en venjulega.. komið að vitanum.. hamingjusamt par hjúfraði sig að hvort öðru og naut ´kyrrðarinnar´.. ég hélt að ég kæmist efri leiðina tilbaka en þurfti að snúa við aftur.. parið var búið að færa sig í skuggann og ég hélt áfram tilbaka til minna ástkærustu.. þau voru þar... Kristín enn sofandi í kerrunni og Þórarinn var búinn að gerast vinkfélagi rokkarans á ´prammanum´sem sigldi með fólk fram og tilbaka frá hafnarbakkanum.. við ákváðum að fá far með honum tilbaka Það var enþá síesta og rólegt á götum borgarinnar þar sem við þræddum hin ýmsu hverfi í áttina að umferðamiðstöð bæjarinns þegar þangað var komið upphófst mikil leyt að strætókorti enda allar upplýsingar á grísku ! en ekkert kort!  ......en viti menn í hátalaranum gall: next - bus nr 126 to Stalos, Ag,marina, Plantanias,Gerani,Maleme.... og við vissum að við yrðum komin í kalda sundlaugina á hótelinu innan skamms. K og Þ svömluðu svo í lauginni fram að kvöldmat á meðan O spókaði sig á bakkanum. Eftir matinn og eftirmatinn fékk K svo aftur eftirmat! Þe. Ís á barnum á meðan foreldranir fengu sér rauðvínsglas. K fékk mikinn áhuga á Billjard spili og fékkst ekki í háttinn fyrr en dömunar á næsta borði voru búnar að koma öllum kúlunum niður! K hvatti þær ákaft í hvert skifti sem þær hittu kúlu  Góða nótt..


13. júlí – DAGUR 5

Þ vaknaði um 7.30 og fór niður að sundlaug með handklæði og viti menn það voru lausir þrír bekkir !! allt annað frátekið með handklæðum og dóti. Hvenær fer þetta fólk eiginlega á fætur hérna? Eða leggur það handklæðin sín út á kvöldin?Hmm!
(um kl 11 að kvöldi sama dag)
Sit hér á svölunum okkar hlusta á sjávarniðinn og rifja upp daginn... Já, Þórarinn vaknaði snemma, enda sofnaði hann með Kristínu um kl. 11 og því búin að sofa nægju sína.. enda orðinn eldri og þarf ekki að sofa mikið ;) Við mægðurnar hins vegar sváfum þangað til klukkan vakti okkur... okkur finnst gott að sofa, lengi.. Skrýtið að vera í fríi og þurfa að vakna?! En girnilegur morgunverðurinn dregur okkur fram úr.. enda lokað eftir 10.. já, tómt púl að vera í fríi, hehe.. Þar sem við vorum með frátekna bekki, þökk sé Þórarni, tókum við okkur tíma að smyrja sólarvörnina á okkur og setja nauðsynjar í poka.. áburð, vatn, myndavél, og ávexti.. sólgleraugun sett á nefið og í sólbaðsgallan.. Ég í þetta sinn í hlírabol, enda brunnin á maga og baki eftir strandarferðina daginn þar áður... vörn 15 er víst ekki að duga fyrir fílabeinshvíta húðina.. Kristín er jú auðvitað alltaf með vörn 50!! Dugar ekkert minna á þessa ungu hvítu barnshúð:) Við eyddum fyrripart dags við sundlaugarbakkann á hótelinu og Kristín meiri partinn í lauginni.. hún er að verða flugsynt eftir allt svammlið í barnalauginni:) en þó alltaf með handkútana sína... Hún unir sér vel þar og er sæl og ánægð.. finnur sér alltaf eitthvað til að dunda sér við, syngur einnig mikið, fólki til skemmtunar, allavega einhverra... Er búin að eignast kunningjakonu á sama aldri frá Danaveldi, sem heitir Emily. Þó er hún enn ekki sátt við að deila dótinu sínu með öðrum enn þá, litla skinnið:) Hér eru nokkrir krakkar á öllum aldri og flest frá Norðulöndunum.. Hér á hótelinu er greinilega meirihlutinn frá Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi.. Enn erum við einu Íslendingarnir á svæðinu! Annað kemur kannski í ljós á miðvikudaginn næsta, þegar næsta flugvél frá landinu kalda lendir í Chania?! Við erum þó mjög sátt við að þurfa ekki að deila okkar furðulega tungumáli með öðrum.. enginn skilur okkur, sem betur fer kannski, þar sem oft er talað tæpulaust um klósettferðir Kristínar Snúllan hefur þó lagast með það , sökum þess, hve dugleg hún er að borða brauð og melónur á morgnana.. enginn hafragrautur og sveskjur hér til þess að hjálpa til!
Klukkan 2, þegar sólin var orðin óbærilega heit og húðin rjóð, ákváðum við að fara upp í íbúð og fá okkur snarl og horfa smá á bíó.. Kristín sofnaði þó ekki fyrr en klukkan var langt gengin í 5 og svaf til 7, þegar það átti að skella sér í mat á besta veitingastað bæjarins, á hótelinu okkar.. þvílíkur draumur að þurfa ekki að elda eða að leita sér að stað til að borða á á hverju kvöldi, því að þessi staður er besti veitningastaðurinn á allri Krítareyju! Aldrei það sama á hlaðborðinu.. nú í kvöld fengum við okkur skelfisk og S(m)okkfisk, í gær Kalkún í Appelsínusósu, og krítverskar kökur í eftirrétt.. sem betur fer eru þó alltaf vatnsmelónur fyrir Kristínu líka:) ég get þó ekki talað fyrir okkur öll, því það er mikil fjölbreytni og allir fá sér það sem þeim finnst best.. mér finnst við vera alltaf að borða allan daginn.. en ég reyni að vera dugleg í magaæfingunum líka
Í kvöld eftir matinn fórum við í kvöldgöngu eftir strandlengjunni á táslunum og reyndum að skima eftir hótelinu sem Magga, Elmar og börn voru á fyrir ári síðan.. en án árangurs enda kominn myrkur og við þurftum að snúa við.. fórum eftir götunni tilbaka.. keyptum kort og ís handa Kristínu og komum upp á hótel fyrir 10.. og hér sit ég ein á svölunum með hvítvínsglas og tikka á tölvuna.. Þórarinn og Kristín sofnuð.. reyndi þó að vekja Þ nokkrum sinnum en án árangurs.. ætli ég fari ekki bara að sofa líka...Góða nótt ***


14. júlí – DAGUR 6
(skrifað 16. Júlí að kvöldi)
ég sit hér enn og aftur á sama stað.. á veröndinni okkar og reyni að rifja upp síðastliðna 3 daga..
já dagurinn hjá okkur á mánudaginn byrjaði á því sama og venjulega.. vakna, borða og smyrja sig.. Við ákváðum þennan dag að fara á ströndina.. áttum þar yndislega stund saman.. sóluðum okkur, lékum okkur í sandinum og fórum í sjóbað.. Um 2 leitið var orðið soldið heitt og Kristín orðin þreytt og stúrin.. þannig að við fórum upp á hótel til að fá okkur eitthvað í gogginn.. í þetta skiptið á veitingastaðnum.. pöntuðum okkur pasta og omulettu.. svo var Kristín orðin södd og fékk sér lúr í kerrunni með slæður sem sólskýli.. við röltum aftur niður á strönd og láum þar á meðan Kristín svaf værum svefni í 2 tíma.. Um kvöldið áttum við von á Tinnu frænku, Villa og vinum þeirra. Það var nefnilega Zorba- og grillkvöld á hótelinu.. Eftir að hafa skolað af okkur sandinn og klætt í okkar fínasta púss fórum við niður og settumst við borð sem var búið að leggja á fyrir okkur. Tinna og hennar föruneyti komu síðan rúmlega átta og var pantað vín á mannskapinn. Eftir að hafa setið að snæðingi og kjaftað í smá tíma vorum við dregin á dansgólfið.. Kristín var reyndar búin að vera að dansa með danskri vinkonu sinni Emily sem hún hefur kynnst hér við sundlaugarbakkann. Við vorum dregin alls konar vitleysu með Zorbadönsurunum og hlóum mikið af óförum hvors annars. Íslendingarnir, við, vorum þau hressustu á svæðinu og vorum auðvitað þau síðustu sem fóru heim.. Held að það þrufi að hella meira víni í hina Skandinavana til að fá þá til að sleppa sér Eftir mikið fjör og fóru Þórarinn og Kristín í háttinn og ég rölti með ungmennunum niður að Mambo beach barnum, enda orðin forvitin á að vita hvernig væri þar umhorfs eftir að hafa setið hér nokkur kvöld og horft á fólk streyma þangað inn og út.. Ég fékk mér einn Mochito með strákunum og tjattaði við stelpurnar í smá tíma þar til klukkan var orðin það margt að ég þurfti að drífa mig í háttinn. Við vorum nefnilega búin að bóka okkur í ferð með fararstjóra með rútu og átti að sækja okkur kl 7.15! Ég kvaddi þau og óskaði þeim góðrar ferðar heim, þau áttu að fljúga aftur heim á miðvikudaginn..
Upp í rúm og góða nótt!

miðvikudagur, 25. júní 2008

JÚNÍ






jahérna! voðalega er maður latur að blogga! en það ber bara vitni um það að það er svo gaman hjá okkur og mikið að gera... hver nennir að vera að blogga þegar veðrið er svona gott?! En ég ætla ekki að láta þennan mánuð líða án 1 bloggs amk...
Júnímánuður hjá okkur hefur verið mjög fínn hjá okkur... Mikið um að vera... eins og getið var fyrr um daginn.. er teiknistofan komin á Klapparstíg 28 í miðbænum.. Húsið nefnist SMUGAN og eru þar mörg önnur fyrirtæki innanborðs allt frá mannfræðingum að forriturum.. Frjálst flæði er innan hússins og frábært andrúmsloft. Stundum er einnig grillað saman upp á verönd og drukkinn bjór! Maður er aldrei einmanna þrátt fyrir að vera einn á stofunni stundum... alltaf einhver til að spjalla við upp á kaffistofu;) En við erum með besta eldhúsið í bænum.. allt til alls og meira að segja espressovél! Bara kósí! En það vill svo til að húsið á að rífa eftir áramótin.. sem við vissum reyndar í upphafi samnings. En við verðum væntanlega með inn í myndinni að leita að öðru með húsráðendum þegar að því kemur! Verkefnaöflunin hefur þó ekki verið sem skyldi enda verðbólgan aldrei verið minni... litlir verkkaupar hafa haldið að sér höndum og hefur hægst á sumum verkum.. En það er allavega nóg fram yfir frí.. svo er bara að vona og fara að auglýsa sig betur! Annars neyðist maður til þess að leita sér að vinnu einhvers staðar! Kennslan í LHÍ er ekki alveg gróðarmiðin en ég verð að kenna eftir áramótin... Við höfum þó von um að kreppan endist ekki meira en í 1/2 ár til viðbótar.. við höfum þó slegið á frest að stofna félag en göngum á okkar eigin kennitölu með OSStudio heitinu.. Við erum þó bjartsýnar eftir allt saman;) þetta reddast!

Við kjarnafjölskyldan drifum okkur norður loksins fyrir tæpum 2 vikum.. heimsóttum ömmu og afa í Jörfó og vorum þar í góða veðrinu í 3 daga.. svo var keyrt suður í sólina þegar fór að rigna fyrir norðan á mánudeginum og áttum frábæran 17. júní í stórborginni um daginn og á Víkingahátíðinni með Gullý, Ara og börnum um kvöldið... góð samsetning og aldrei verið betra veður á 17. júní.. Reyndar hefur verið látlaus sól í 3 - 4 vikur, þannig að við borgabúar kvörtum ekki!

Síðustu helgi fór ég með Villimeyjunum í kvennfélaginu Sigurlaugu (félagar: Katrín Sverrisdóttir, Þórdísi Harðardóttir og Hulda Proppe) í hina árlegu laugarferð.. þetta árið ákváðum við að villast ekki..vorum með GPS sem Þórdís fékk í afmælisgjöf frá manninum sínum. Við fórum við að Hveraborgum við Síká sem rennur í Hrútafjörðinn.. Við lögðum bílnum þar sem ekki vara lengur komist og gengum rúma 2 klt. rest leiðarinnar að Hveraborgum þar sem við gistum í skála. Skálinn stendur í hlíð fyrir ofan við laugina. Eftir dásamlegan málsverð (sem er aldrei af verri endanum, enda þekktar fyrir að vera miklir sælkerar) í skálanum skelltum við okkur út í laugina... dvöldum þar dágóðastund ásamt því að baða okkur naktar í dögginni um miðnættið.. það var jú jónsmessunótt og alles!:)
Við sváfum eins og lömb um nóttina í skálanum og enginn Ísbjörn heimsótti okkur. Við vöknuðum undir hádegi og fengum okkur cafe late og pönnukökur.. þvílík huggulegheit. Svo var lagt af stað tilbaka og komum við heim rjóðar og sælar eftir þessa fínu ´stelpuferð´.

Síðustu helgi fórum við kjarnafjölskyldan í Garðinn að hitta Garðálfana ásamt ömmu og afa í Jörfó. En Gully og Ari voru aðalskipuleggjendur Sólseturshátíðarinnar í ár. En Þetta er reyndar 3ja hátíðin sem þá skipuleggja fyrir bæjarfélagið á einum mánuði.. fyrst 100 ára afmælishátíðina, síðan 17. júní og svo Sólseturshátíðina! Dagskráin var sko ekki af verri endanum.. Björn Thoroddsen flaug yfir hópinn í hugdjörfu listflugi, Örn Árna, Gunnar og Felix ásamt öðrum merkilegu fólki skemmti börnum og fullorðnum. Föstudagskvöldið spilaði Hjaltalín í félagsheimilinu.. sem við reyndar misstum af!:(

Já hér hafið þið stutt ágrip af því sem við höfum verið að bralla undanfarnar vikur sem gengu stórslysalaust fyrir sig.. Kristín litlu tókst þó að detta á stéttina fyrir utan Byggðasafnið þar sem hátíðin fór fram á laugardaginn og skrapaði á sér efri vörina sem sprakk einnig í fallinu og er enn örlítið bólgin. Litla grey lítur út eins og hún hafi fengið einn á ´ann.. En þetta verður vonandi allt saman orðið gott fyrir Krítarferðina sem fer óðum að nálgast:)

Kannski að okkur gefist tækifæri á því að blogga soldið þaðan og færa inn myndir...
Hafið það gott í sumar allir vinir og ættingjar nær sem fjær!

mánudagur, 26. maí 2008

MAÍ



Sæl öll!
við höfum ekki bloggað lengi.. mikið að gera bæði í vinnu og félagslífi.. Þ kláraði samkeppnina um landsbankann á dögunum og svo í kjölfarið kom Jörn gamall skólafélagi O frá Berlín ásamt syni hans, Nic, í heimsókn og voru hjá okkur í 10 daga. Rosalega gaman að hafa þá hér hjá okkur í Úthlíðinni. Þetta er í fyrsta skipti sem þeir feðgar heimsækja landið skrýtna á norðurhjara veraldar og voru þeir mjög hrifnir, af sjálfsögðu;) Jörn hefur í hyggju að koma aftur um mitt sumar og vinna hér í nokkra mánuði að skrifum og gæluverkefnum með O. O hefur í þessum mánuði komið því í verk að flytja teiknistofuna niður á Klappastíg 28 þar sem hún rekur nú ásamt Sigrúnu samstarfskonu hennar úr LHÍ. Stofan hefur fengið það frumlega nafn OSStudio. Þær vinna nú af kappi við að finna sér nýja kúnna og týnast verkefnin inn þrátt fyrir "kreppuna" umræddu... vonum bara að hún verði búin áður en við vitum af:) Vinnuherbergið er því orðið að leikherbergi Kristínar sem hefur staðið til lengi... en það skrýtna er að stofan sem fyrr alltaf full af dóti!?!
Kristín og Olga fóru í smá frí fyrr í mánuðinum, en leikskólakennararnir á Klömbrum skelltu sér í árshátíðarferð til Nýju Arkar í nokkra daga. Kristín var ánægð að geta loksins verið með mömmu sinni einni og dúlluðu þær sér við að heimsækja vini og vandamenn ásamt því að fara í sund ofl. Núna bíðum við bara eftir sumarfríinu og sumrinu langþráða sem lætur af og til vita af sér með örlítið af sólageislum og nöprum vindi að norðan;) Við erum þó ekkert að örvænta þar sem kjarnafjölskyldan ætlar að skella sér til Krítar í byrjun júlí í sólina.. þar fáum við eflaust okkar skammt af henni og verðum ánægðari að hafa köldu goluna á Íslandi þegar við komum til baka, bökuð af grískri sól:)

Nokkur afmælisbörn eru í þessum mánuði: Birna barnapía átti afmæli þann 9. María stjúpa þann 11. sem er einnig útskriftardagur Olgu og nú 8 ár síðan! Ida Eir í Noregi átti einnig afmæli þann 15. og varð 5 ára. Bjössi afi þann 20. og svo fleiri vinir eins og Magni þann 15., María Christie þann 28., Dúna þann 30. og svo Sigrún "partner" Olgu þann 31. ... TIL HAMINGJU ÖLL SÖMUL!

miðvikudagur, 23. apríl 2008

AFMÆLI KRISTÍNAR


TAKK FYRIR OKKUR!!

TAKK FYRIR FÖTIN OG TAKK FYRIR DÓTIÐ! TAKK FYRIR ÖMMU OG TAKK FYRIR AFA..
TAKK FYRIR SÓLINA OG TAKK FYRIR FRIÐINN! TAKK FYRIR PAKKANA OG TAKK FYRIR ALLT..

TAKK FYRIR KRISTÍNU! :) OG GLEÐILEGT SUMAR!

fimmtudagur, 27. mars 2008

NORSKU BYGGINGARLISTAVERÐLAUNIN







Þórarinn og bróðir hans Einar Bjarki fengu Norsku Byggingarlistaverðlaunin í ár!
Þórarinn stundaði nám í Osló og vann á stofu í 6 ár sem heitir Arne Henriksen Arkitekter AS http://www.ah-arkitekter.no/ og er aðalhönnuður Norsku Vöruhallarinnar eða Norges Varemesse. Einar Bjarki stundaði nám í sama skóla og Þórarinn og býr þar enn. Hann vann á stofu sem heitir Jensen og Skodven Arkitekter og er einn aðalhönnuða að einstaklega fallegri kirkju sem stendur í skógi rétt fyrir utan Osló "Mortensrud kirke".
Þar í landi er hefð fyrir því að veita þeim byggingum verðlaun sem hafa staðist tímans tönn í amk 5 ár og teljast til tímamótaverka í norskri byggingarlist. Gaman að þeir bræður skulu báðir fengið verðlaun á sama tíma. Gamli vinnuveitandi Þórarins býður honum til Osló til að vera viðstaddur verðlaunaafhendinguna þann 3. apríl næstkomandi. Við mæðgur ætlum að fara með í för.. við erum afskaplega stolltar af þeim bræðrum:)
TIL HAMINGJU BRÆÐUR! þið eruð algerir snillingar!!!
O:)

Flensan..

við hér í úthlíðinni höfum legið í flensunni síðan miðvikudaginn í síðustu viku.. o byrjaði og kristín litla tók við á laugardaginn en er núna loksins á batavegi:) þetta er alger andstyggðar flensa sem byrjar með hósta og verður síðan að lungnakvefi og mikilli hitasótt.. þ er sá eini sem enn er frískur þó með smá kverkaskít. vonum að hann sleppi alveg..

sunnudagur, 16. mars 2008

DAGATALIÐ


Gleðilegan mars með hækkandi sól og vor í lofti!
Afmælisbörn þessa mánaðar eru í henni Ameríku... Birna og Maggi njóta sólar í 25-30 stiga hita ásamt ömmu og afa á meðan við hin erum að bíða eftir að sólin gefi okkur meiri yl í kroppinn! TIL HAMINGJU BIRNA MÍN 14. MARS og TIL HAMINGJU MAGGI MINN ÞANN 31. MARS!

MARS 2008







já þá er kominn mars og reyndar 16. mars. við höfum ekki verið nógu dugleg að blogga.. en svona er það þegar maður hefur svo sem nóg annað að sýsla. janúar, febrúar og núna mars hafa liðið so ótrúlega fljótt, þrátt fyrir að vera oft leiðinlegustu mánuðirnir á árinu. Reyndar hefur verið mjög snjóþungt í vetur og var maður alveg að gefa upp vonina um daginn þegar það kyngdi stöðugt niður snjó í held ég, 6-8 daga! En loksins er því hætt! Það er búið að vera hreint frábært veður upp á síðkastið og fórum við upp í Bláfjöll í gær með þotu og nesti! Fengum roða í kinnar og freknur á nef:) Við erum staðráðin í því að fara græja okkur upp í skíðamennskuna... o hefur t.d. ekki farið á skíði í 12-13 ár og þ eitthvað lengur... Ef að veturnir hér á Íslandinu góða halda áfram að vera svona snjómiklir og stillur í mars og vonandi apríl, þá er ekki eftir neinu að bíða!

fimmtudagur, 28. febrúar 2008

DAGATALIÐ



O gerði fjölskyldudagatal en náði aðeins að gera dagatal fyrir mömmu-fjölskyldu sína.. þar sem fjölskyldan hennar er tvískipt og tíminn allt of skammur (eins og alltaf) til að gera dagatal fyrir allar fjölskyldurnar eins og hún ætlaði sér;) En mömmu-fjölskyldan fékk dagatal, sem hefur reyndar ekki verið enn gert i þríriti eins og hún ætlaði sér...
Pabba-fjölskyldan og síðan fjölskylda Þ fá vonandi dagatöl fyrir næstu áramót:) ef tíminn og tíðin lofar...

Hér að ofan sjáið þið föndraðar myndir fyrir janúar og febrúar... mars kemur í mars:)

O:)

þriðjudagur, 26. febrúar 2008

frænkur..



kristín og maría elísa frænka..
í dag komu afi og amma áður en þau fóru aftur til akureyrar eftir að hafa dvalið hjá garðbúunum í 2 nætur..
nú eru þau flogin! hlökkum til að sjá ykkur aftur!
knús til ykkar!

amma og afi í heimsókn


amma og afi voru í heimsókn um helgina.. svandís amma var heiðruð fyrir 25 ára starf í póstinum! til hamingju amma! einar afi hafði reyndar einnig unnið mjög lengi á sínum vinnustað eða 35 ár í skinniðnverksmiðjunum á akureyri! en eins og margir vita voru verksmiðjurnar lagðar niður fyrir rúmu ári síðan og einar afi var þar til að þakið var rifið af í orðsins fyllstu merkingu!

einar, svandís, þórarinn, olga og kristín fóru á laugardaginn á landnámssetrið. afskaðlega skemmtilegt safn sem lítið ber á ofanjarðar. þetta safn er með þeim flottustu sem við þekkjum hér heima, en þar eru hljóðin, lyktir og sjónarspilin rosalega skemmtilega framsett. við afgreiðsluna sat kotroskinn rostungur og tók á móti öllum sem gengu inn í safnið:) þetta er myndin af honum ásamt ömmu, afa og kristínu..

fimmtudagur, 7. febrúar 2008

Öskudagur Línu



Öskudagur var haldinn með promp og prakt í leikskóla Kristínar í gær. Kristín var í gervi Línu sem hún er nú oft, þó að hún sé með lítið hjarta ..

miðvikudagur, 6. febrúar 2008

Sprengidagur... búmm!!

eins og venjulega sá Þ um hina hefðbundnu mömmu-eldamennsku.. O er meira fyrir nýjan mat;) þetta var samt alveg allsvakalega gott og átum við þangað til að við stóðum á blýstri!!

Bolludagur




Við tókum forskot á bollusæluna á sunnudaginn og o bakaði hefðbundnar vatnsdeigsbollur sem fylltar voru með rjóma með bræddu suðusúkkulaði ofan á..... mmmmmh það leynir sér ekki á svipnum að þetta er rosalega gott!!!

þriðjudagur, 1. janúar 2008

GLEÐILEGT NÝTT ÁR!


Eslku vinir og vandamenn nær og fjær,

GLEÐILEGT NÝTT ÁR!

og takk fyrir þau gömlu.

Olga, Þórarinn og Kristín og kisi