þriðjudagur, 9. september 2008

SUMARIÐ 2008


Sæl öll! Við erum enn á lífi;) Það hefur svo mikið á daga okkar drifið síðan að við blogguðum síðast að það er efni í heila bók.. en við segjum aðeins frá því í aðalatriðum.
Síðustu dagarnir okkar á Krít voru yndislegir sem allir hinir. Við leigðum okkur bíl í tvö daga og keyrðum um fjallahéruðin.. Frekar heitt var í veðri og það bærðis varla hár á höfði, sem er ekki algengt á Krít. Eyjan er þekkt fyrir vindinn sem er besti vinur mannsins á heitum sumardögum. Þá var loftkælingin í bílnum kærkomin;) Ferðin okkar endaði eins og allt og við fórum heim brún og sæl eftir tveggja vikna frí á þessari dásamlegu eyju. Það var þó gott að koma heim og íslenska ferska loftið gott á vel brúnaða húðina. Við vorum þreytt eftir heimkomuna eins og gengur og gerist. Eftir að hafa verið í fjögurra daga hvíld fengum við heimsókn að norðan. Garðar bróðir Þ. og sonur hans Bergvin gistu hjá okkur.. Norsararnir Einar Bjarki og fjölskylda ásamt tengdamömmu hans komu einnig til landsins. Ferðinni var heitið til Vestmannaeyja til að halda upp á 70 afmæli föður Þ. Sjóferðin þangað var sérstaklega eftirminnileg þar sem flestir urðu sjóveikir enda mikil undiralda.. O. slapp þó alveg;) Eftir frábæra dvöl, hestaferð, sjóferð og afmælisveislu í 4 var haldið í land aftur, í blíðviðri og allir sluppu við sjóveiki í þetta sinn. Við tóku 3ja daga ferðalag í 3 jeppum um landið: Gullfoss og Geysir, um Suðurlendið og Reykjanesið. Yndislegur tími með fjölskyldu Þ og börnin skemmtu sér einnig konunglega. Kristín var glöð eftir 2ja vikna einveru með foreldrum á Krít að geta leikið sér loksins við jafnaldra sína, frænkur og frændur;) Norsararnir fóru heim að rúmri viku liðinni en amma og afi (Svandís og Einar) voru aðeins lengur með okkur hér í bænum.. Yndislegur tími og intensívur tími með fjölskyldu:)

Engin ummæli: