sunnudagur, 16. mars 2008

MARS 2008







já þá er kominn mars og reyndar 16. mars. við höfum ekki verið nógu dugleg að blogga.. en svona er það þegar maður hefur svo sem nóg annað að sýsla. janúar, febrúar og núna mars hafa liðið so ótrúlega fljótt, þrátt fyrir að vera oft leiðinlegustu mánuðirnir á árinu. Reyndar hefur verið mjög snjóþungt í vetur og var maður alveg að gefa upp vonina um daginn þegar það kyngdi stöðugt niður snjó í held ég, 6-8 daga! En loksins er því hætt! Það er búið að vera hreint frábært veður upp á síðkastið og fórum við upp í Bláfjöll í gær með þotu og nesti! Fengum roða í kinnar og freknur á nef:) Við erum staðráðin í því að fara græja okkur upp í skíðamennskuna... o hefur t.d. ekki farið á skíði í 12-13 ár og þ eitthvað lengur... Ef að veturnir hér á Íslandinu góða halda áfram að vera svona snjómiklir og stillur í mars og vonandi apríl, þá er ekki eftir neinu að bíða!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Ágústa sagði...

Hæ öllsömul, takk fyrir samverustundina í gær :-) Ég hefði nú alveg viljað vera þarna í Bláfjöllunum með ykkur. Þetta minnir mig bara á æskustöðvarnar ;-) Kv..Ág.

þ o k a sagði...

hæ, takk fyrir sömuleiðis! var gaman að sjá ykkur, verst að þið skuluð ekki hafa komið með okkur í Bláfjöllin.. gerið það næst:) knús, o