
amma og afi voru í heimsókn um helgina.. svandís amma var heiðruð fyrir 25 ára starf í póstinum! til hamingju amma! einar afi hafði reyndar einnig unnið mjög lengi á sínum vinnustað eða 35 ár í skinniðnverksmiðjunum á akureyri! en eins og margir vita voru verksmiðjurnar lagðar niður fyrir rúmu ári síðan og einar afi var þar til að þakið var rifið af í orðsins fyllstu merkingu!
einar, svandís, þórarinn, olga og kristín fóru á laugardaginn á landnámssetrið. afskaðlega skemmtilegt safn sem lítið ber á ofanjarðar. þetta safn er með þeim flottustu sem við þekkjum hér heima, en þar eru hljóðin, lyktir og sjónarspilin rosalega skemmtilega framsett. við afgreiðsluna sat kotroskinn rostungur og tók á móti öllum sem gengu inn í safnið:) þetta er myndin af honum ásamt ömmu, afa og kristínu..
Engin ummæli:
Skrifa ummæli