Eftir 5 vikna frí byrjaði hversdagsleikinn aftur.. Kristín byrjaði á nýrri deild í leikskólanum fór af Holti yfir á Tún.. litla stelpan okkar er orðin ´stór´og voða roggin með það:) en snuddan er samt enn þá í notkun.. hún stelst stundum í hana á daginn í leikskólanum.. sýgur hana í smá stund og stingur henni síðan leynilega í vasann.. hún hefur ákveðið það að gefa jólasveininum hana í desember;)
við þórarinn byrjuðum einnig að vinna, ný verkefni biðu þórarins í Batteríinu ásamt því að binda enda á gömul verkefni eins og Sundmiðstöðina í Hafnafirði sem var opnuð um daginn við hátíðlega athöfn. Stærsta sundlaug landsins og glæsileg eins og allt sem hann tekur sér fyrir hendur, þessi elska:) hjá mér biðu mér ný verkefni líka, en einnig það að klára deiliteikningar á litlagerði í vestmannaeyjum.. eftir að hafa hlakkað til þess að fá spennandi verkefni í Urriðaholti.. endaði það með að viðkomandi hætti við:( Efnahagsástandið er greinilega að hafa sín áhrif á okkur litlu fiskana í sjónum.. en nú er tími til að sinna áhugamálunum betur og fórum við Jörn vinur minn frá Berlín í laugferð um Vestfirði í byrjun september. Við sóttum ca 10 laugar á 4 dögum sem eru á víð og dreif um Vestfirði. Við keyrðum ca 1000 km á þessum 4 dögum.. Við gistum á Reykhólum, Reykjanesi í Ísafjarðardjúpi, Ísafirði og á Tálknafirði á gistiheimilum og gistihúsum. Okkur fannst vera orðið of kalt til að gista í tjöldum. Reyndar vorum við mjög heppin með veður mest allan tímann;).. Við komumst að því að þetta var reyndar besti tíminn til að ferðast til Vestfjarða, enda hefur nánast rignt allan tímann síðastliðnu 2 vikur!
Þessi ferð var reyndar ekki bara skemmtun heldur einnig vinnuferð. Við erum að vinna að skemmtilegu verkefni í samvinnu við fleiri. Umfangsefnið er jú auðvitað laugarnar á landinu og nú verður bara tíminn að leiða það í ljós hvort þessi vinna okkar skilar einhverjum árangri og að við fáum einhverja greiðslu fyrir vinnu okkar:)
Hvað heimilislífið varðar gengur allt vel! Kristín litlu tókst þó að detta á hausinn um daginn í leikskólanum og fékk gat á hausinn. Við fórum með hana á heilskugæslustöðina í Hlíðunum og var saumað 1 spor! Hún stóð sig eins og hetja þessi elska og er nú þegar búin að gleyma þessu. Saumurinn verður tekinn úr henni á mánudaginn næsta.. Annars bara allt gott að frétta og allir hraustir;)
meira næst! Olga, Þórarinn og Kristín***
3 ummæli:
Eg vona ad Kristin verdi ekki eins og thu Olga min, med brotna arma a hverju ari:( Eg hef thad allavega oft i minningunni hja mer thegar thu varst unglingur ad tha voru margar ferdar farnar med thig uppa slyso. Kannski var thetta bara 2 eda 3 sinnum, en mer fannst thetta vera rosalega oft:)
Kvedja fra okkur i goda vedrinu i Californiu. Nu er haustid loksins komid:):):):) og haegt ad slokkva a kaelingunni fljotlega
hehehe.. ég man nú bara eftir að hafa fengið gat á hausinn 1-2, handleggsbrotið mig 2 x, brákað á mér tánna 1 x og snúið á mér öklana 2 x;)
heyrðu! nú hringjumst við á á fimmtudaginn erþaðeki?! knús o)
Ok, thetta voru tha 6-7 skipti. WOW. Thvilikur hrakfallabalkur.
Naesta vika verdur rosa mikid ad gera hja mer; fotboltanamskeid, tennis, pow wow (indiana party), fotboltaleikur hja mer:):) Thad er svona ad vera soccer coach. En ju, eg aetti ad geta splaest sma tima a Fimmtud. Verd komin heim um 10am a minum tima (5 hja ther) og svo kvoldskoli.
Skrifa ummæli