
15. júlí – DAGUR 7
Perlur Krítar...
Skjálfti reið yfir kl 6.23.. Þórarinn var sá eini sem vaknaði við hann og virkaði hann eins og gott baknudd.. Við mæðgurnar sváfum þar til að klukkan hringdi á slaginu 6.30.. ræs og sjæn! Allir á fætur.. rútan kemur eftir 3 korter.. í sturtu.. kaffi og svo Kristín í föt.. hálfsofandi enn þá greyið þegar við settum hana í kerruna og skálmuðum niður í lobbí.. og út fyrir.. Náðum þó að biðja þjónana um tvö rúnstykki og 1 eggjabrauð.. Rútan kom á mínútinni og var bara ein í rútunni ásamt Þóru fararstjóra og Kali bílstjóra.. Það átti eftir að sækja hina 19 fyrir utan hótelið Hellios.. Hálffull rúta af sifjulegum sólbrenndum Íslendingum.. Við tók klukkutíma keyrsla um fjallvegi að þorpi Improsþar sem 2 márískir menn með skærblá augu biðu okkar með heitar krítverskar pönnukökur og grískt kaffi.. ein teskeið af sterku kaffi og 1 teskeið af sykri.. lygilega gott.. en best að drekka ekki í botn þar sem korkurinn lá eins og leðja.. pönnukökurnar voru ljúffengar með ábrestgeitaosti.. Möggu systir myndi klígja við þeim..
Svo var haldið áfram í rútunni um kræklótta fjallvegi og stoppað á ýmsum stöðum til að taka myndir af fallegu landslaginu.. Eitt langt stopp þar sem var verið að sprengja fyrir göngum.. skildum ekki alveg alltaf af hverju göng, þar sem var búið að sprengja ofan af einu.. glæfralegur gamli vegurinn gerði okkur þó kleift að skilja.. Haldið áfram.. beygjurnar urðu til þess að litla músin okkar varð smá bílveik og kvöttum við hana til þess að lúlla bara sem og hún gerði að lokum..
Meðfram veginum sáum við lítil altari með reglulegu millibili og sagði Þóra okkur frá því að þessi altari eða áheitakirkjur hafa verið reistar á stöðum þar sem bílslys hafa orðið.. fólk kæmi þangað til að biðja fyrir látnum ættingjum sínum eða til að þakka guði fyrir að viðkomandi hafi komist lífs af..
Næsta stopp var við gamla virkið Frangocastello sem að Feneyjamenn reistu 1370 og kom sér vel í uppreisn Grikkja geng Tyrkjum nokkrum öldum síðar.. Við fengum nánari útlistanir yfir það hjá fróðum fararstjóranum okkar ásamt öðru fróðlegu á leiðinni þangað.. Þóra er skemmtilegur fararstjóri sem veit mikið um menningu Grikkja og hefur frá mörgu að segja.. Málrómur hennar virkaði þó svæfandi á Kristínu. Næst var ekið til Preveliklaustursins þar sem 2 munkar búa og sem gæta klaustursins og kirkju sem hefur að geyma mjög dýrmætan kross ásamt því að flís úr krossi frelsarans er varðveittur vel í glerbúri inn í kirkjunni.. ég stalst til að taka mynd af einum munknum þegar ég var komin út úr kirkjunni en hann varð æfareiður við mig.. þeir vilja nefnilega alls ekki láta taka mynd af sér.. skömmin ég.. Við konurnar þurftum einnig að hylja axlir og vera í pilsum sem náðu fyrir neðan hné.. meiri syndin sem maður lifir í.. jæja, en eftir að hafa rölt um klaustrið í steikjandi hitanum var ekið til strandbæjarins Plakias á suður ströndinni og fengið sér eitthvað í gogginn. Kristín var búin að jafna sig á bílveikinni og hafði fengið lystina aftur Þar stoppuðum við í 1 ½ klukkutíma og röltum á ströndinni og hittum gæs sem goggaði í alla sem voguðu sér að koma of nálægt sér.. m.a. í Þórarinn sem sat nú bara í sakleysi sínu, en hún þurfti að komast framhjá honum og notar þetta greinilega í varnarskini. Síðan var ferðinni haldið til Yngingabrunnarins í bænum Spili sem var upp í fjalli og var vatnið kælandi í steikjandi hitanum.. og vonandi verður maður ungur þar sem eftir er alla vega á sálinni;) Nú var klukkan að verða 4 og var ferðinni haldið heim á leið.. Frábær dagur en þó kannski of mikil keyrsla fyrir litluna.. Við vorum ánægð að komast heim og var skellt sér til sunds í lauginni..
Okkur skilst að skjálftinn hafi mælst 6.3 á Richter og voru upptökin rétt við eynna Rhodos sem liggur norður af Krít..
Um kvöldið að borða og svo heim að lúlla enda þreytt eftir langan dag.. Góða nótt!
1 ummæli:
Góður dagur hjá ykkur og þið greinilega séð heilmikið. Gott að skjálftinn hafði ekki önnur áhrif á ykkur en að bæta úr vöðvabólgu og þið megið svo bara eiga geitaostinn fyrir mér :) Hlakka til að sjá ykkur elskurnar mínar og njótið það sem eftir er.
Skrifa ummæli