fimmtudagur, 28. febrúar 2008

DAGATALIÐ



O gerði fjölskyldudagatal en náði aðeins að gera dagatal fyrir mömmu-fjölskyldu sína.. þar sem fjölskyldan hennar er tvískipt og tíminn allt of skammur (eins og alltaf) til að gera dagatal fyrir allar fjölskyldurnar eins og hún ætlaði sér;) En mömmu-fjölskyldan fékk dagatal, sem hefur reyndar ekki verið enn gert i þríriti eins og hún ætlaði sér...
Pabba-fjölskyldan og síðan fjölskylda Þ fá vonandi dagatöl fyrir næstu áramót:) ef tíminn og tíðin lofar...

Hér að ofan sjáið þið föndraðar myndir fyrir janúar og febrúar... mars kemur í mars:)

O:)

þriðjudagur, 26. febrúar 2008

frænkur..



kristín og maría elísa frænka..
í dag komu afi og amma áður en þau fóru aftur til akureyrar eftir að hafa dvalið hjá garðbúunum í 2 nætur..
nú eru þau flogin! hlökkum til að sjá ykkur aftur!
knús til ykkar!

amma og afi í heimsókn


amma og afi voru í heimsókn um helgina.. svandís amma var heiðruð fyrir 25 ára starf í póstinum! til hamingju amma! einar afi hafði reyndar einnig unnið mjög lengi á sínum vinnustað eða 35 ár í skinniðnverksmiðjunum á akureyri! en eins og margir vita voru verksmiðjurnar lagðar niður fyrir rúmu ári síðan og einar afi var þar til að þakið var rifið af í orðsins fyllstu merkingu!

einar, svandís, þórarinn, olga og kristín fóru á laugardaginn á landnámssetrið. afskaðlega skemmtilegt safn sem lítið ber á ofanjarðar. þetta safn er með þeim flottustu sem við þekkjum hér heima, en þar eru hljóðin, lyktir og sjónarspilin rosalega skemmtilega framsett. við afgreiðsluna sat kotroskinn rostungur og tók á móti öllum sem gengu inn í safnið:) þetta er myndin af honum ásamt ömmu, afa og kristínu..

fimmtudagur, 7. febrúar 2008

Öskudagur Línu



Öskudagur var haldinn með promp og prakt í leikskóla Kristínar í gær. Kristín var í gervi Línu sem hún er nú oft, þó að hún sé með lítið hjarta ..

miðvikudagur, 6. febrúar 2008

Sprengidagur... búmm!!

eins og venjulega sá Þ um hina hefðbundnu mömmu-eldamennsku.. O er meira fyrir nýjan mat;) þetta var samt alveg allsvakalega gott og átum við þangað til að við stóðum á blýstri!!

Bolludagur




Við tókum forskot á bollusæluna á sunnudaginn og o bakaði hefðbundnar vatnsdeigsbollur sem fylltar voru með rjóma með bræddu suðusúkkulaði ofan á..... mmmmmh það leynir sér ekki á svipnum að þetta er rosalega gott!!!