Nú er frost á Fróni,
frýs í æðum blóð,
kveður kuldaljóð
Kári í jötunmóð.
Yfir laxalóni
liggur klakaþil,
hlær við hríðarbyl
hamragil.
(Kristján Jónsson)
við hér í hlíðunum sofum værum svefni á meðan vinir og vandamenn geta ekki komið dúr á auga út af veðrinu. við erum þó svo heppin að vera í meira skjóli en aðrir á höfuðborgarsvæðinu;) lausamunir hafa fokið út í veður og vind hjá vinum og vandamönnum sem búa á berskjaldaðri svæði en við. meira að segja hafa rúður brotnað hjá sumum. já, og maður spyr sig eftir að svona veður hefur endurtekið sig þrisvar í sömu vikunni, hver orsökin sé?!? Látum vísindamenn koma með svörin...
Birna! ég held að ég fari mjög fljótlega að koma til ykkar til Kaliforníu í sólina! Og Loftur í góða veðrið til ykkar í Barcelona!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli