
Við þórarinn fórum í tvö brúðkaup þann 1. des. Já og ekki auðvelt að samræma það...
Fyrst fórum við í kirkjubrúkaup Guggu vinkonu sem var í Lágafellskirkju. Þórarinn fór með Kristínu í pössun í Garðinn til Gullý og Ara og var hann í seinni kantinum á leiðinni til baka. En við náðum í kirkjuna 1 mínútu yfir 3 og sem betur fer var brúðurin ekki alveg komin í sporin inn kirkjugólfið. hjúkk! og við vorum meira að segja ekki síðust! Eftir alveg afskaplega fallega og rómantíska athöfn þurftum við að drífa okkur í næsta kirkjubrúkaup Ingu og Óla sem átti að hefjast klukkan fjögur í hinum enda bæjarins eða í Fríkirkjunni. En þar sem við vorum á aftasta bekk vorum við auðvitað síðust út;) En við náðum þangað um 4, en tímalausa vinkona mín Inga stóð í anddyri kirkjunar með föður sínum og alveg að fara ganga inn kirkjugólfið alveg "on time"?! Við rétt náðum að kyssa brúðina loftkossi áður en okkur var ýtt inn í kirkjuna og vorum við ekki fyrr sest áður en brúðarmarsinn byrjaði að óma og þau feðginin gengu inn kirkjugólfið. Athöfnin var af allt öðrum toga en hjá Guggu og Gunnari en einnig afskaplega falleg. Þeir sem ekki vita þá giftu þau sig í Las Vegas í sumar og bar athöfnin keim af því. Elvis var spilaður af teipi öllum til mikillar gleði og fórum við með þeim í huganum þangað sem þau bundust böndum í sumar. Inga og Óli eru sem sagt tvígift!! ;)
Smá kynning á þessum vinkonum mínum:
Gugga vinkona var að giftast góðum manni Gunnari sem hún kynntist nokkrum mánuðum á eftir að ég kynntist Þórarni! Ég og Gugga kynntumst í gegnum sameiginlega vinkonu okkar Eyrúnu rétt eftir að ég fluttist heim árið 2000 og urðum strax miklar vinkonur. Þar sem við vorum báðar lausar og liðugar, einar af fáum vinkonum, hittumst við ávallt á "pabbahelgunum" Guggu og fórum á kaffihúsastússið! Afskaplega skemmtilegur tími það, en við sáum að þarna myndum við eflaust ekki hitta okkar framtíðarmenn, enda úrvalið heldur dræmt. Eftir 3ja ára þrotlausa leit (hehehe) fann ég þó hann Þórarinn við einn barinn;) og hætti þar með pöbbastússinu og Gugga fór á blændddeit í heimahús vinkonu þar sem hún kynntist honum Gunnari sínum;) Síðan þá höfum við helga okkur mönnunum okkar og fjölskyldu og haft allt of lítið samband. En það stendur til bóta;) kannski maður skelli sér bara í hestamennskuna með þeim!!!??!
Svo er það hún Inga mín, en henni kynntist ég í Berlín 1991. Við vorum nýkomnar út og kynntumst í Íslendingafélaginu. Það var hefðin að nýjir Íslendingar í nýlendunni rottuðu sig saman til að byrja með. Tengslin eru svo sterk hjá þessari elskulegu þjóð.. Við urðum einnig strax mjög góðar vinkonur og bjuggum meira að segja saman í 1 ár;) Inga fór heim til Íslands 1993 þegar hún var búin með námið og hóf störf við Þjóðleikhúsið sem leikhúsförðunarmeistari og vinnur þar enn. Óla sinn kynntist hún í Perlunni þegar hún var að drýgja tekjurnar við það að selja geisladiska fyrir 10 árum og Óli var þar líka og svo leiddi eitt af öðru;) og nú eru þau gift loksins!
Ég átti aðeins mynd af þeim sem ég fann á bloggsíðunni þeirra en ég hef enga af Guggu og Gunnari, en ég þarf að biðja hana um að senda mér eina slíka. Alla vega er ég búin að reyna árangurslaust að googla þau á netinum en án árangurs.
Elsku brúðarhjón bæði, innilega til hamingju með heitin! Lifið í lukku en ekki í krukku!!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli