þriðjudagur, 30. október 2007

Íslensku Byggingarlistaverðlaunin





Þann 20. þessa mánaðar voru fyrstu Íslensku Byggingarlistaverðlaunin veitt við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum. Lækningalindin sem var í hópi 10 annarra tilnefndra verka hlaut hnossið! Já! við erum stoltar af því stöllurnar sem unnum eins og geðskjúklingar þessi 2 ár sem það tók í hönnun fram að opnun hússins! Þrátt fyrir að vera hætt hjá VA arkitektum var mér veittur sá heiður að vera með þeim Sigríði og Ingunni við verðlaunaafhendinguna.júhú!!

Næsta laugardag eða þann 3. nóv. verður gegnumgangur og verða tilnefnd verk kynnt af höfundum og almenn umræða haldin um verkin, þannig að nú er bara að mæta og skoða! Sýning á verkunum er í austur enda Kjarvalsstaða í ganginum. Sýningin stendur yfir í einhverjar vikur og er opið frá 11 til 17 alla daga til 11. nóv held ég..

lov jú gæs!

(linkur um sýninguna á Kjarval: http://www.listasafnreykjavikur.is/desktopdefault.aspx/tabid-2185/3362_read-8519/ )

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Aftur til hamingju systir. Heyrumst a naestu dogum:)

Birna

Ágústa sagði...

Aftur til hamingju kæra mágkona! Mig langar að sjá sýninguna á Kjarvalsstöðum, þú kannski kemur með mér? :-) Kv. Ág

þ o k a sagði...

er alveg til í að koma með þér og kynna verkefnið;)
kv. olga

Ágústa sagði...

Já, takk! Þú ert öðlingur :-) Kv.Ág.

Nafnlaus sagði...

hæhæ frændfólk! til hamingju með síðuðna gaman að geta fylgst aðeins með ykkur hehe.
Olga, innilega til hamingju með verðlaunin! frábær árangur :)

kær kveðja
Sæunn,Gummi,Ragnar og Kapitola

Nafnlaus sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með þennan árangur Olga mín. Heyrumst sjáumst sem fyrst.kv. Maja frænka :-)