
16. júlí – DAGUR 8
Daginn eftir vorum við bara við sundlaugina okkar og bökuðum okkur eftir bestu getu.. fengum okkur síðan lúr eftir hádegi og sváfum í heila 3 klt..
Þetta kvöld klæddum við okkur upp og fórum í göngu vestur eftir bænum okkar og gengum alla leið að hótelinu Illiantos þar sem Magga og fjölskylda dvaldi fyrir ári síðan.. virkaði flott og dýrt.. spurðum þar til vegar um ítalska veitingastaðinn Zefferano og tókum leigubíl rest leiðar.. Fengum okkur ekta ítalskar pítsur og rautt með.. Nú var dagur að kveldi kominn og tókum við leigubíl heim á hótel.. fínn og rólegur dagur og sofnuðum við með bros á vör.. Góða nótt!
17. júlí – DAGUR 9
Þennan dag ákváðum við að dvelja á ströndinni.. bökuðum okkur af bestu lyst með vörn 30 á allan kroppinn.. svömluðum í sjónum.. Kristín svaf í 3 klt í kerrunni sinni með sjal yfir sér og vaknaði eldhress og tilbúin í sund í lauginni okkar.. á meðan lásum við bækur og blöð.
Um kvöldið fórum við út að borða (hvað annað!) og spiluðum pool við barinn, Kristínu til mikillar ánægju.. upp á hótelherbergi þegar klukkan var langt gengin í tólf.. Rólegur dagur og sofnuðum við fljótlega undir miðnætti..
18. júlí – DAGUR 10
Jæja, nú sit ég hér í skugga með tölvuna og rifja upp vikuna sem við höfum verið hér.. Kristín og Þórarinn eru að svammla í lauginni en ég nenni ekki í sólbað .. Við ætlum að leigja bíl frá og með morgundeginum og keyra um eynna. T.d. ætlum við að vatni rétt norð-austan við Chania sem heitir Kourna og þar er víst hægt að skoða Krítverksar skjaldbökur sem eru í útrýmingarhættu og síðan förum við jafnvel að skoða Knossos sem er rétt fyrir ofan höfuðborgina Iraklio ef veður leyfir.. Okkur silst að það eigi að vera 35 stiga hiti á sunnudaginn og kannski er alveg eins gott að vera í bíl með loftkælinguna í gangi
Sólböð á vel við mann en ekki marga daga í röð.. það verður að vera einhver tilbreyttni í þessu.. Við erum alveg gáttuð á eljuna í þessu góða fólki hér! Ég ætla að eyða fyrripartinum í að tikka á tölvu og setja inn á bloggið.. Kannski nennir enginn að lesa þetta.. en það er hægt að lesa það í áföngum.. Viðbótin kemur eflaust eftir helgi, þá höfum við frá fleiru að segja;) Biðjum að heilsa í bili héðan úr sólinn! Kossar Olga, Þórarinn og Kristín***
3 ummæli:
Auðvitað nennir maður að lesa þetta :-) Upplifa Grikkland svona aðeins í fjarlægð... hef langað að fara til Krítar... geri það vonandi einhverntíman. Góða ferð á morgu! Kveðjur hérna úr góða veðrinu í Garðinum (ekki alveg eins heitt og hjá ykkur kannski...). Hafið það gott og skálið nú í einhverjum góðum drykk fyrir mig og Ara. Kv. Ág.
Ég er búin að drekka í mig ferðasöguna ykkar. Sit hér á mánudagsmorgni í ausandi rigningu í langa fríinu mínu og er komin hálfa leið til Krítar. Yndislegt, ég ætla sko aftur... Já heyrðu skálið líka í einhverjum góðum fyrir mig :)
Eg hef lika nennt ad lesa. Thetta er eins og ad lesa goda bok, en finnst svolitid ofaukid af thvi hvad thid leggid ykkur mikid. Verdur madur virkilega svona thegar madur fer ad nalgast fertugt?? Leggjandi sig i 2-3 tima eftir hadegismatinn:) Gott ad thid hafid haft thad gott. Thott vid getum ekki verid svo fin ad ferdast til Europe thetta arid, en tha eru ferdalog um Californiu thetta sumarid. Eitthvad sem mig hefur alltaf langad til ad gera a hverju sumri, en alltaf farid bara til Islands. Vorum ad koma ur utilegu fra Big Bear, svo er Sequioa national park eftir 10 daga, og jafnvel ad taka San Francisco i leidinni. Sjaum til. Verdum sigaunar i halfan manud og losna vid hitann herna i eydimorkinni og flodin (i gaer eftir klt rigningu i fyrsta skiptid i 4 manudi) Heyrumst um helgina:):)
Love, Birna and co
Skrifa ummæli