fimmtudagur, 27. mars 2008

NORSKU BYGGINGARLISTAVERÐLAUNIN







Þórarinn og bróðir hans Einar Bjarki fengu Norsku Byggingarlistaverðlaunin í ár!
Þórarinn stundaði nám í Osló og vann á stofu í 6 ár sem heitir Arne Henriksen Arkitekter AS http://www.ah-arkitekter.no/ og er aðalhönnuður Norsku Vöruhallarinnar eða Norges Varemesse. Einar Bjarki stundaði nám í sama skóla og Þórarinn og býr þar enn. Hann vann á stofu sem heitir Jensen og Skodven Arkitekter og er einn aðalhönnuða að einstaklega fallegri kirkju sem stendur í skógi rétt fyrir utan Osló "Mortensrud kirke".
Þar í landi er hefð fyrir því að veita þeim byggingum verðlaun sem hafa staðist tímans tönn í amk 5 ár og teljast til tímamótaverka í norskri byggingarlist. Gaman að þeir bræður skulu báðir fengið verðlaun á sama tíma. Gamli vinnuveitandi Þórarins býður honum til Osló til að vera viðstaddur verðlaunaafhendinguna þann 3. apríl næstkomandi. Við mæðgur ætlum að fara með í för.. við erum afskaplega stolltar af þeim bræðrum:)
TIL HAMINGJU BRÆÐUR! þið eruð algerir snillingar!!!
O:)

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju elsku mágur og bróðir hans, maður er greinilega umkringdur snillingum :) góða ferð til Oslo

bestu kveðjur, Magga og fjölskylda

Nafnlaus sagði...

Já sæææll. Flott hjá ykkur, til hamingju. Bestu kveðjur að norðan. Þið vitið, ... þarna þar sem Akureyri er.
Bergur og co.

Ágústa sagði...

Kæru bræður til hamingju með þessa viðurkenningu! Þið eruð auðvitað langbestu arkitektarnir :-) ásamt auðvitað mákonunum mínum tveimur þeim Olgu og Liv ;-). Til lukku!!! Ég er stolt af ykkur. Kv. Ágústa

Nafnlaus sagði...

Til hamingju. Frabaert hja ykkur. Heyrumst fljotlega.

Birna og co i So. Cal

Nafnlaus sagði...

Hello. This post is likeable, and your blog is very interesting, congratulations :-). I will add in my blogroll =). If possible gives a last there on my blog, it is about the Placa de Vídeo, I hope you enjoy. The address is http://placa-de-video.blogspot.com. A hug.