miðvikudagur, 17. september 2008

ÁGÚST/SEPTEMBER 2008


Eftir 5 vikna frí byrjaði hversdagsleikinn aftur.. Kristín byrjaði á nýrri deild í leikskólanum fór af Holti yfir á Tún.. litla stelpan okkar er orðin ´stór´og voða roggin með það:) en snuddan er samt enn þá í notkun.. hún stelst stundum í hana á daginn í leikskólanum.. sýgur hana í smá stund og stingur henni síðan leynilega í vasann.. hún hefur ákveðið það að gefa jólasveininum hana í desember;)
við þórarinn byrjuðum einnig að vinna, ný verkefni biðu þórarins í Batteríinu ásamt því að binda enda á gömul verkefni eins og Sundmiðstöðina í Hafnafirði sem var opnuð um daginn við hátíðlega athöfn. Stærsta sundlaug landsins og glæsileg eins og allt sem hann tekur sér fyrir hendur, þessi elska:) hjá mér biðu mér ný verkefni líka, en einnig það að klára deiliteikningar á litlagerði í vestmannaeyjum.. eftir að hafa hlakkað til þess að fá spennandi verkefni í Urriðaholti.. endaði það með að viðkomandi hætti við:( Efnahagsástandið er greinilega að hafa sín áhrif á okkur litlu fiskana í sjónum.. en nú er tími til að sinna áhugamálunum betur og fórum við Jörn vinur minn frá Berlín í laugferð um Vestfirði í byrjun september. Við sóttum ca 10 laugar á 4 dögum sem eru á víð og dreif um Vestfirði. Við keyrðum ca 1000 km á þessum 4 dögum.. Við gistum á Reykhólum, Reykjanesi í Ísafjarðardjúpi, Ísafirði og á Tálknafirði á gistiheimilum og gistihúsum. Okkur fannst vera orðið of kalt til að gista í tjöldum. Reyndar vorum við mjög heppin með veður mest allan tímann;).. Við komumst að því að þetta var reyndar besti tíminn til að ferðast til Vestfjarða, enda hefur nánast rignt allan tímann síðastliðnu 2 vikur!
Þessi ferð var reyndar ekki bara skemmtun heldur einnig vinnuferð. Við erum að vinna að skemmtilegu verkefni í samvinnu við fleiri. Umfangsefnið er jú auðvitað laugarnar á landinu og nú verður bara tíminn að leiða það í ljós hvort þessi vinna okkar skilar einhverjum árangri og að við fáum einhverja greiðslu fyrir vinnu okkar:)
Hvað heimilislífið varðar gengur allt vel! Kristín litlu tókst þó að detta á hausinn um daginn í leikskólanum og fékk gat á hausinn. Við fórum með hana á heilskugæslustöðina í Hlíðunum og var saumað 1 spor! Hún stóð sig eins og hetja þessi elska og er nú þegar búin að gleyma þessu. Saumurinn verður tekinn úr henni á mánudaginn næsta.. Annars bara allt gott að frétta og allir hraustir;)
meira næst! Olga, Þórarinn og Kristín***

þriðjudagur, 9. september 2008

SUMARIÐ 2008


Sæl öll! Við erum enn á lífi;) Það hefur svo mikið á daga okkar drifið síðan að við blogguðum síðast að það er efni í heila bók.. en við segjum aðeins frá því í aðalatriðum.
Síðustu dagarnir okkar á Krít voru yndislegir sem allir hinir. Við leigðum okkur bíl í tvö daga og keyrðum um fjallahéruðin.. Frekar heitt var í veðri og það bærðis varla hár á höfði, sem er ekki algengt á Krít. Eyjan er þekkt fyrir vindinn sem er besti vinur mannsins á heitum sumardögum. Þá var loftkælingin í bílnum kærkomin;) Ferðin okkar endaði eins og allt og við fórum heim brún og sæl eftir tveggja vikna frí á þessari dásamlegu eyju. Það var þó gott að koma heim og íslenska ferska loftið gott á vel brúnaða húðina. Við vorum þreytt eftir heimkomuna eins og gengur og gerist. Eftir að hafa verið í fjögurra daga hvíld fengum við heimsókn að norðan. Garðar bróðir Þ. og sonur hans Bergvin gistu hjá okkur.. Norsararnir Einar Bjarki og fjölskylda ásamt tengdamömmu hans komu einnig til landsins. Ferðinni var heitið til Vestmannaeyja til að halda upp á 70 afmæli föður Þ. Sjóferðin þangað var sérstaklega eftirminnileg þar sem flestir urðu sjóveikir enda mikil undiralda.. O. slapp þó alveg;) Eftir frábæra dvöl, hestaferð, sjóferð og afmælisveislu í 4 var haldið í land aftur, í blíðviðri og allir sluppu við sjóveiki í þetta sinn. Við tóku 3ja daga ferðalag í 3 jeppum um landið: Gullfoss og Geysir, um Suðurlendið og Reykjanesið. Yndislegur tími með fjölskyldu Þ og börnin skemmtu sér einnig konunglega. Kristín var glöð eftir 2ja vikna einveru með foreldrum á Krít að geta leikið sér loksins við jafnaldra sína, frænkur og frændur;) Norsararnir fóru heim að rúmri viku liðinni en amma og afi (Svandís og Einar) voru aðeins lengur með okkur hér í bænum.. Yndislegur tími og intensívur tími með fjölskyldu:)