mánudagur, 26. maí 2008

MAÍ



Sæl öll!
við höfum ekki bloggað lengi.. mikið að gera bæði í vinnu og félagslífi.. Þ kláraði samkeppnina um landsbankann á dögunum og svo í kjölfarið kom Jörn gamall skólafélagi O frá Berlín ásamt syni hans, Nic, í heimsókn og voru hjá okkur í 10 daga. Rosalega gaman að hafa þá hér hjá okkur í Úthlíðinni. Þetta er í fyrsta skipti sem þeir feðgar heimsækja landið skrýtna á norðurhjara veraldar og voru þeir mjög hrifnir, af sjálfsögðu;) Jörn hefur í hyggju að koma aftur um mitt sumar og vinna hér í nokkra mánuði að skrifum og gæluverkefnum með O. O hefur í þessum mánuði komið því í verk að flytja teiknistofuna niður á Klappastíg 28 þar sem hún rekur nú ásamt Sigrúnu samstarfskonu hennar úr LHÍ. Stofan hefur fengið það frumlega nafn OSStudio. Þær vinna nú af kappi við að finna sér nýja kúnna og týnast verkefnin inn þrátt fyrir "kreppuna" umræddu... vonum bara að hún verði búin áður en við vitum af:) Vinnuherbergið er því orðið að leikherbergi Kristínar sem hefur staðið til lengi... en það skrýtna er að stofan sem fyrr alltaf full af dóti!?!
Kristín og Olga fóru í smá frí fyrr í mánuðinum, en leikskólakennararnir á Klömbrum skelltu sér í árshátíðarferð til Nýju Arkar í nokkra daga. Kristín var ánægð að geta loksins verið með mömmu sinni einni og dúlluðu þær sér við að heimsækja vini og vandamenn ásamt því að fara í sund ofl. Núna bíðum við bara eftir sumarfríinu og sumrinu langþráða sem lætur af og til vita af sér með örlítið af sólageislum og nöprum vindi að norðan;) Við erum þó ekkert að örvænta þar sem kjarnafjölskyldan ætlar að skella sér til Krítar í byrjun júlí í sólina.. þar fáum við eflaust okkar skammt af henni og verðum ánægðari að hafa köldu goluna á Íslandi þegar við komum til baka, bökuð af grískri sól:)

Nokkur afmælisbörn eru í þessum mánuði: Birna barnapía átti afmæli þann 9. María stjúpa þann 11. sem er einnig útskriftardagur Olgu og nú 8 ár síðan! Ida Eir í Noregi átti einnig afmæli þann 15. og varð 5 ára. Bjössi afi þann 20. og svo fleiri vinir eins og Magni þann 15., María Christie þann 28., Dúna þann 30. og svo Sigrún "partner" Olgu þann 31. ... TIL HAMINGJU ÖLL SÖMUL!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ah Olga, please ekki nota partner ordid herna. Allir "strakarnir" herna eru "partners" (boyfriends). Thad voru 2 hus seld herna um daginn i nagranninu og eg var rosa anaegd ad heyra kvennmannsrodd, en tha var thad bara kona i heimsokn. Semsagt, 2 "por" af "partners" i vidbot vid alla hina. Annars eru their alveg agaetir (medan their kyssast ekki fyrir framan Magnus), en bara leidinlegt ad vera i minnihlutahop og ekkert spad i mer i sundinu:(

Ja, thad verdur aedislegt fyrir ykkur ad skreppa til Kritar, en eg held ad thid verdid samt ekki fegin ad komast i kuldagoluna a Islandi??? Herna er vindurinn ad volgna adeins med hverjum deginum, svo kannski eg eigi eftir ad skipta um skodun eftir nokkrar vikur.

Hringjumst fljotlega. Eg er ad vinna a Fos og Lau thessa helgi.

Birna og co ur solinni