





Þórarinn og bróðir hans Einar Bjarki fengu Norsku Byggingarlistaverðlaunin í ár!
Þórarinn stundaði nám í Osló og vann á stofu í 6 ár sem heitir Arne Henriksen Arkitekter AS http://www.ah-arkitekter.no/ og er aðalhönnuður Norsku Vöruhallarinnar eða Norges Varemesse. Einar Bjarki stundaði nám í sama skóla og Þórarinn og býr þar enn. Hann vann á stofu sem heitir Jensen og Skodven Arkitekter og er einn aðalhönnuða að einstaklega fallegri kirkju sem stendur í skógi rétt fyrir utan Osló "Mortensrud kirke".
Þar í landi er hefð fyrir því að veita þeim byggingum verðlaun sem hafa staðist tímans tönn í amk 5 ár og teljast til tímamótaverka í norskri byggingarlist. Gaman að þeir bræður skulu báðir fengið verðlaun á sama tíma. Gamli vinnuveitandi Þórarins býður honum til Osló til að vera viðstaddur verðlaunaafhendinguna þann 3. apríl næstkomandi. Við mæðgur ætlum að fara með í för.. við erum afskaplega stolltar af þeim bræðrum:)
TIL HAMINGJU BRÆÐUR! þið eruð algerir snillingar!!!
O:)