fimmtudagur, 27. mars 2008

NORSKU BYGGINGARLISTAVERÐLAUNIN







Þórarinn og bróðir hans Einar Bjarki fengu Norsku Byggingarlistaverðlaunin í ár!
Þórarinn stundaði nám í Osló og vann á stofu í 6 ár sem heitir Arne Henriksen Arkitekter AS http://www.ah-arkitekter.no/ og er aðalhönnuður Norsku Vöruhallarinnar eða Norges Varemesse. Einar Bjarki stundaði nám í sama skóla og Þórarinn og býr þar enn. Hann vann á stofu sem heitir Jensen og Skodven Arkitekter og er einn aðalhönnuða að einstaklega fallegri kirkju sem stendur í skógi rétt fyrir utan Osló "Mortensrud kirke".
Þar í landi er hefð fyrir því að veita þeim byggingum verðlaun sem hafa staðist tímans tönn í amk 5 ár og teljast til tímamótaverka í norskri byggingarlist. Gaman að þeir bræður skulu báðir fengið verðlaun á sama tíma. Gamli vinnuveitandi Þórarins býður honum til Osló til að vera viðstaddur verðlaunaafhendinguna þann 3. apríl næstkomandi. Við mæðgur ætlum að fara með í för.. við erum afskaplega stolltar af þeim bræðrum:)
TIL HAMINGJU BRÆÐUR! þið eruð algerir snillingar!!!
O:)

Flensan..

við hér í úthlíðinni höfum legið í flensunni síðan miðvikudaginn í síðustu viku.. o byrjaði og kristín litla tók við á laugardaginn en er núna loksins á batavegi:) þetta er alger andstyggðar flensa sem byrjar með hósta og verður síðan að lungnakvefi og mikilli hitasótt.. þ er sá eini sem enn er frískur þó með smá kverkaskít. vonum að hann sleppi alveg..

sunnudagur, 16. mars 2008

DAGATALIÐ


Gleðilegan mars með hækkandi sól og vor í lofti!
Afmælisbörn þessa mánaðar eru í henni Ameríku... Birna og Maggi njóta sólar í 25-30 stiga hita ásamt ömmu og afa á meðan við hin erum að bíða eftir að sólin gefi okkur meiri yl í kroppinn! TIL HAMINGJU BIRNA MÍN 14. MARS og TIL HAMINGJU MAGGI MINN ÞANN 31. MARS!

MARS 2008







já þá er kominn mars og reyndar 16. mars. við höfum ekki verið nógu dugleg að blogga.. en svona er það þegar maður hefur svo sem nóg annað að sýsla. janúar, febrúar og núna mars hafa liðið so ótrúlega fljótt, þrátt fyrir að vera oft leiðinlegustu mánuðirnir á árinu. Reyndar hefur verið mjög snjóþungt í vetur og var maður alveg að gefa upp vonina um daginn þegar það kyngdi stöðugt niður snjó í held ég, 6-8 daga! En loksins er því hætt! Það er búið að vera hreint frábært veður upp á síðkastið og fórum við upp í Bláfjöll í gær með þotu og nesti! Fengum roða í kinnar og freknur á nef:) Við erum staðráðin í því að fara græja okkur upp í skíðamennskuna... o hefur t.d. ekki farið á skíði í 12-13 ár og þ eitthvað lengur... Ef að veturnir hér á Íslandinu góða halda áfram að vera svona snjómiklir og stillur í mars og vonandi apríl, þá er ekki eftir neinu að bíða!