Það er svo stutt á milli lífs og dauða.. maður gerir sér ekki grein fyrir því fyrr en maður hefur lent í því sjálfur. Lífið er svo hverfult. Það á eigi síður um þá sem deyja ungir en þá sem deyja eldri. Enginn er í rauninni undir það búinn..
Nú í síðustu viku fór ég í eina jarðarför, en það var jarðaför uppeldismóður Elmars mágs míns. Þar sem ég hef verið með henni í mörgum veislum hjá Möggu systur minni og Elmari og kynnst henni ágætlega þar. Fyrir tæpu ári veiktist hún af krabba sem dróg hana hratt til dauða. Ég hef sjaldan kynnst jafn óeigingjarnari konu. Hún var alltaf jákvæð og bar af sér mikinn þokka. Nú er þessi bjarta kona farin. Það er ekki liðið ár síðan að móðir Elmars dó, en hún var einnig búin að vera mikið veik. Sú kona var eigi síður glæsileg. Elsku Elmar minn ég samhryggist ykkur innilega. Þær lifa í minningunum þínum.
Fyrir rúmri viku síðan dó amma gamallar vinkonu minnar, hennar Mæju. Þessi kona var sú unglegasta á hennar aldri sem ég hef komist í kynni við. Hún var nú reyndar ekki heldur svo gömul aðeins 39! Eins og hún vildi meina sjálf;) Annars leit hún alls ekki út fyrir að vera orðin rúmlega 80. Hún fór einnig snöggt, fékk slæma heilablæðingu og dó 3 vikum seinna. Sorglegt. Elsku Mæja mín ég samhryggist ykkur innilega. Ég hef alltaf öfundað þig af að eiga svona "unga" og glæsilega ömmu. Hún verður það greinilega alltaf í minningunni. Ég sá eftir því að hafa ekki farið í jarðaförina, en ég átti með ykkur góða stund í staðinn um kvöldið sama dag. Blessuð sé minning hennar.
Við munum alltaf vera að kveðja einhverja sem fara á undan manni sjálfum út lífið. Mér finnst dauðinn vera allt of mikið feimnismál hér heima. Syrgjendur þurfa að geta talað um ástvini sína sem þeir missa. Þegar ég missti bróðir minn fyrir núna 8 og hálfu ári, fannst mér eins og margir forðuðust að tala um það / sorgina við mig. En ekki skrýtið hjá þeim sem ekki vita hvað það er og hafa kannski aldrei þurft að hugsa um slíkt. Umræðuefnið er tabú í samfélaginu. Enginn er undir það búinn að missa einhvern. Ef fólk á engan að til að deila sorginni með eru til samtök eins og Ný Dögun - samtök um sorg og sorgarviðbrögð þar sem oft eru haldnir fundir fyrir syrgjendur. Nú eru jólin að ganga í garð og oft er það erfiðasti tími syrgjenda. Ég hafði ekki tök á að fara á fundi hjá þeim á sínum tíma en það hefði verið kærkomið að hafa slík samtök í Berlín þar sem ég hafði ekki fjölskyldu til að deila þessu með. Að tala við presta getur einnig verið eins gott og að fara til sálfræðings.. þeir eru þjálfaðir í þessu og get ég mælt með Sigurði Pálssyni.
Elsku vinir og fjölsk góða minningin um hina látnu er dýrmætt vegarnesti og hún lifir með manni að eilífu.
**** o