
vikurnar og mánuðurnir líða án þess að maður gefi sig tíma til að blogga orðið.. við erum enn þá hér;)
síðastliðna 3 mánuði hefur verið mikið að gerast hjá okkur.. ég byrjaði að vinna með jörn vini mínum frá Berlín í laugaverkefnum í september og svo fylgdi í kjölfarið samvinna okkar með öðru góðu fólki sem kallar sig Vatnavinir.- www.vatnavinir.org - vefsíðan er reyndar enn í vinnslu en verðu væntanlega komin á laggirnar næstkomandi janúar.. Við höfum verið að ferðast um landið með þennan nýja boðskap og höfum við fengið til liðs við okkur tvö ráðuneyti og útflutningsráð ásamt Björk söngk..
Eins og gefur að skilja eru umrótatímar hjá okkur arkitektunum og er Þórarinn óðum að vinna í samkeppnum fyrir Batteríið og núna í alþjóðlegri samkeppni um norska kirkju og lofar tillaga hans góðu;) skilin eru 15. janúar.. Hann er einn af fáum sem enn hafa vinnu í okkar geira og óvíst er þó um framhaldið en við erum vongóð.. á meðan get ég haldið áfram með mitt frjálst vinnuframlag fyrir nýju laugarsýnina..
Kristín dafnar vel og er nú hætt með snudduna sína (og mamman búin að drepa í..)
Við hlökkum til að takast á við ný og skemmtileg verkefni á nýju ári og þökkum öllum fyrir góðar stundir á skrýtnu ári!
Bestu jóla og nýárskveðjur,
O,Þ,K