jahérna! voðalega er maður latur að blogga! en það ber bara vitni um það að það er svo gaman hjá okkur og mikið að gera... hver nennir að vera að blogga þegar veðrið er svona gott?! En ég ætla ekki að láta þennan mánuð líða án 1 bloggs amk...
Júnímánuður hjá okkur hefur verið mjög fínn hjá okkur... Mikið um að vera... eins og getið var fyrr um daginn.. er teiknistofan komin á Klapparstíg 28 í miðbænum.. Húsið nefnist SMUGAN og eru þar mörg önnur fyrirtæki innanborðs allt frá mannfræðingum að forriturum.. Frjálst flæði er innan hússins og frábært andrúmsloft. Stundum er einnig grillað saman upp á verönd og drukkinn bjór! Maður er aldrei einmanna þrátt fyrir að vera einn á stofunni stundum... alltaf einhver til að spjalla við upp á kaffistofu;) En við erum með besta eldhúsið í bænum.. allt til alls og meira að segja espressovél! Bara kósí! En það vill svo til að húsið á að rífa eftir áramótin.. sem við vissum reyndar í upphafi samnings. En við verðum væntanlega með inn í myndinni að leita að öðru með húsráðendum þegar að því kemur! Verkefnaöflunin hefur þó ekki verið sem skyldi enda verðbólgan aldrei verið minni... litlir verkkaupar hafa haldið að sér höndum og hefur hægst á sumum verkum.. En það er allavega nóg fram yfir frí.. svo er bara að vona og fara að auglýsa sig betur! Annars neyðist maður til þess að leita sér að vinnu einhvers staðar! Kennslan í LHÍ er ekki alveg gróðarmiðin en ég verð að kenna eftir áramótin... Við höfum þó von um að kreppan endist ekki meira en í 1/2 ár til viðbótar.. við höfum þó slegið á frest að stofna félag en göngum á okkar eigin kennitölu með OSStudio heitinu.. Við erum þó bjartsýnar eftir allt saman;) þetta reddast!
Við kjarnafjölskyldan drifum okkur norður loksins fyrir tæpum 2 vikum.. heimsóttum ömmu og afa í Jörfó og vorum þar í góða veðrinu í 3 daga.. svo var keyrt suður í sólina þegar fór að rigna fyrir norðan á mánudeginum og áttum frábæran 17. júní í stórborginni um daginn og á Víkingahátíðinni með Gullý, Ara og börnum um kvöldið... góð samsetning og aldrei verið betra veður á 17. júní.. Reyndar hefur verið látlaus sól í 3 - 4 vikur, þannig að við borgabúar kvörtum ekki!
Síðustu helgi fór ég með Villimeyjunum í kvennfélaginu Sigurlaugu (félagar: Katrín Sverrisdóttir, Þórdísi Harðardóttir og Hulda Proppe) í hina árlegu laugarferð.. þetta árið ákváðum við að villast ekki..vorum með GPS sem Þórdís fékk í afmælisgjöf frá manninum sínum. Við fórum við að Hveraborgum við Síká sem rennur í Hrútafjörðinn.. Við lögðum bílnum þar sem ekki vara lengur komist og gengum rúma 2 klt. rest leiðarinnar að Hveraborgum þar sem við gistum í skála. Skálinn stendur í hlíð fyrir ofan við laugina. Eftir dásamlegan málsverð (sem er aldrei af verri endanum, enda þekktar fyrir að vera miklir sælkerar) í skálanum skelltum við okkur út í laugina... dvöldum þar dágóðastund ásamt því að baða okkur naktar í dögginni um miðnættið.. það var jú jónsmessunótt og alles!:)
Við sváfum eins og lömb um nóttina í skálanum og enginn Ísbjörn heimsótti okkur. Við vöknuðum undir hádegi og fengum okkur cafe late og pönnukökur.. þvílík huggulegheit. Svo var lagt af stað tilbaka og komum við heim rjóðar og sælar eftir þessa fínu ´stelpuferð´.
Síðustu helgi fórum við kjarnafjölskyldan í Garðinn að hitta Garðálfana ásamt ömmu og afa í Jörfó. En Gully og Ari voru aðalskipuleggjendur Sólseturshátíðarinnar í ár. En Þetta er reyndar 3ja hátíðin sem þá skipuleggja fyrir bæjarfélagið á einum mánuði.. fyrst 100 ára afmælishátíðina, síðan 17. júní og svo Sólseturshátíðina! Dagskráin var sko ekki af verri endanum.. Björn Thoroddsen flaug yfir hópinn í hugdjörfu listflugi, Örn Árna, Gunnar og Felix ásamt öðrum merkilegu fólki skemmti börnum og fullorðnum. Föstudagskvöldið spilaði Hjaltalín í félagsheimilinu.. sem við reyndar misstum af!:(
Já hér hafið þið stutt ágrip af því sem við höfum verið að bralla undanfarnar vikur sem gengu stórslysalaust fyrir sig.. Kristín litlu tókst þó að detta á stéttina fyrir utan Byggðasafnið þar sem hátíðin fór fram á laugardaginn og skrapaði á sér efri vörina sem sprakk einnig í fallinu og er enn örlítið bólgin. Litla grey lítur út eins og hún hafi fengið einn á ´ann.. En þetta verður vonandi allt saman orðið gott fyrir Krítarferðina sem fer óðum að nálgast:)
Kannski að okkur gefist tækifæri á því að blogga soldið þaðan og færa inn myndir...
Hafið það gott í sumar allir vinir og ættingjar nær sem fjær!